Erlent

Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina

mynd/skjáskot
Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær. Um er að ræða ljósmynd af skrifstofu ritstjórnar tímaritsins Charlie Hebdo þar sem tíu voru skotnir til bana. Alls létust tólf í árásinni sem er sú skæðasta í Frakklandi í tvo áratugi.

Franska þjóðin er í áfalli vegna voðaverkanna og leitað er logandi ljósi að árásarmönnunum þremur. Öryggisgæsla í landinu hefur verið hert til muna og búið er að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi.

Þjóðarleiðtogar út um heim hafa fordæmt árásina og segja hana árás á tjáningarfrelsi og lýðræði, þar á meðal David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Barack Obama Bandaríkjaforseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×