Innlent

Dagur og Ólafur Ragnar senda samúðarkveðjur til Parísar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. Vísir/Afp/Arnþór
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent kveðju til borgarstjórans í París, Anne Hidalgo.

Þar vottar hann henni samúð vegna voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo.



Hér má sjá bréfið sem Dagur sendi út til Parísar.
„Borgarstjóri Anne Hidalgo. Ég votta yður fyrir hönd allra íbúa Reykjavíkur samúð vegna voðaverkanna í París 7. janúar síðastliðinn. Málfrelsi er grundvallarmannréttindi sem allt samfélagið þarf að standa vörð um. Hugur okkar er hjá íbúum Parísarborgar, fórnarlömbum árásarinnar, ættingjum þeirra og vinum.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson.“

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.Vísir/Valli
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til forseta Frakklands François Hollande og frönsku þjóðarinnar vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París.

Í kveðjunni er áréttað að hugur okkar og bænir séu hjá fjölskyldum þeirra sem létust, ættingjum og vinnufélögum. 

Þegar mannréttindum og frjálsri umræðu sé ógnað á þennan hátt þéttist raðir allra þjóða sem varðveita vilja kjarna þess lýðræðis sem mótað hefur menningu okkar og sögu.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.

Verðum að sigra hið vonda og illa

Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×