Innlent

Samstöðufundur við Franska sendiráðið í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá samstöðufundi í Lyon í gærkvöldi.
Frá samstöðufundi í Lyon í gærkvöldi. Vísir/AFP
Búið er að boða til samstöðufundar í dag klukkan 18 við Franska sendiráðið vegna þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum í París í gær. Skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta með blýanta og kerti til fundarins en Franska sendiráðið er til húsa að Túngötu 22 í Reykjavík.

Þúsundir komu saman á Lýðveldistorgingu í París í gærkvöldi til að minnast þeirra tólf sem létust í skotárásinni við skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Fjöldi funda var haldinn víða um Frakkland í gær og þá er einnig búið að boða til fjöldamargra funda í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×