Erlent

Teiknari svaf yfir sig og missti af ritstjórnarfundinum

Atli Ísleifsson skrifar
Luzier teiknar undir nafninu "Luz“ og teiknaði meðal annars mynd af Múhameð spámanni sem birtist í blaðinu árið 2011.
Luzier teiknar undir nafninu "Luz“ og teiknaði meðal annars mynd af Múhameð spámanni sem birtist í blaðinu árið 2011.
Skopmyndateiknarinn Renald Luzier segist hafa misst af ritstjórnarfundinum á tímaritinu Charlie Hebdo þar sem hann hafi sofið yfir sig.

„Við vöknuðum hálftíma seinna en við ætluðum okkur,“ segir eiginkona Luzier í samtali við blaðið Liberation.

Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust inn á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Áður en þeir skutu úr rifflum sínum lásu þeir upp nöfn starfsmanna og skutu þá svo. Vel má vera að nafn Luzier hafi verið eitt þeirra.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði Luzier setið ásamt samstarfsfélögum sínum í fundarherberginu. „Við vöknuðum hálftíma síðar en við ætluðum okkur. Síðar varð árásin. Ég veit að það er í lagi með hann en þetta hræðir mig svelfilega mikið.“

Luzier teiknar undir nafninu „Luz“ og teiknaði meðal annars mynd af Múhameð spámanni sem birtist í blaðinu árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×