Charlie Hebdo gerði grín að öllum Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 16:30 Charlie Hebdo gerðu grín að öllu og öllum. Þessar myndir hleyptu öllu í bál og brand. Þeim er nú dreift um allt net, á Facebook og Twitter til að sýna hinum föllnu samúð og til að lýsa yfir samstöðu með tjáningarfrelsinu. Vísir/AFP Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja. Charlie Hebdo Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Gérard Lemarquis kennari er Frakki sem hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála, fréttaflutningi af hinum hrottafengnu árásum á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar, með þeim afleiðingum að 12 eru látnir, þeirra á meðal ritstjóri tímaritsins og níu særðir. „Ég þekkti þetta fólk; teiknara og blaðamenn. Ég hitti þá árið 1969 þegar blaðið þeirra var bannað. Það var í kjölfar þess að þeir gerðu grín að dauða Charles de Gaulle, þegar hann dó. Gerðu grín að stóra manninum sem var heilagur. Þá var blaðið bannað. Margir mótmæltu og ég hitti þá í tengslum við það,“ segir Gérard.Gérard Lemarquis les Le Monde á góðri stundu, í París.úr einkasafniCharlie Hebdo hét þá Hara-Kiri. „Þetta er gamalt vikublað, ádeilublað sem gerir grín að öllu og öllum. Og líka að ofstækistrú íslamista,“ segir Gérard. Hann segir að þegar blaðið hafi birt skopmyndir af Múhameð fyrir tveimur árum hafi verið varpað eldsprengju inná skrifstofur blaðsins en að öðru leyti voru viðbrögð við því sáralítil. Þá. „Samt var það svo að lögreglan hefur passað skrifstofur blaðsins.“ Þeir tólf sem drepnir voru eru allir frægir blaðamenn og skopmyndateiknarar, að sögn Gérards. „Þeir störfuðu líka á öðrum blöðum.“ Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra. Hann hefur nú verið drepinn ásamt samstarfsfólki sínu. Gérard vefst tunga um tönn þegar hann er spurður um afstöðu Frakka og Parísarbúa til blaðsins. „Þeir eru rótttækir sem kaupa blaðið. Það telst langt til vinstri. Sem er mótsagnakennt. Því þeir sem eru á móti íslamistum eru yfirleitt langt til hægri. Le Penn-istar og fleiri sem eru á móti moskubyggingum, móti múhameðstrú. Hér er um allt annað að ræða. Þetta er vinstra blað, sem taldi að ekki ætti að ritskoða neinn. Það mætti og ætti að gera grín að öllu, þar með talið múhameðstrú.“Stéphane Charbonnier ritstjóri tímaritsins, sem kallaður er Charb, var á lista yfir eftirlýsta, dauður eða lifandi, sem birtur var í tímariti Qaeda‘s Insprire Magazine 1. mars í fyrra.Gérard Lemarquis segir að sér sé persónulega brugðið. „Jú, ofboðslega. Þetta er mikil sorg. Og þetta mun hafa miklar afleiðingar í för með sér í Frakklandi. Alveg örugglega. Hverjar þær afleiðingar verða veit enginn á þessu stigi.“ Gérard treystir sér ekki til að spá um hvort þetta muni hafa kælingaráhrif á fjölmiðla í Frakklandi, að þeir muni veigra sér við að fjalla um umdeild mál af ótta við viðbrögð öfgahópa, það er of snemmt um að segja.
Charlie Hebdo Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira