Segist hafa haft á röngu að standa varðandi dönsku skopteikningarnar Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2015 12:03 Auður Jónsdóttir segist hafa, fyrir tæpum tíu árum, ruglað saman ólíkum málum sem hættulegt er að rugla þeim saman. Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“ Charlie Hebdo Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“
Charlie Hebdo Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira