Þá hefur skrifstofa forsætisráðherrans núverandi og líklega verðandi, sagt að David Cameron muni hitta Elísabetu drottningu klukkan hálf tólf. Fjölmiðlar búast við því að hann muni segja drottningunni að hann hafi nægan stuðning til að mynda ríkisstjórn til næstu fimm ára.
Greinendur ytra telja einnig að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda demókrata, muni segja af sér. Útlit er fyrir að flokkurinn muni einungis ná átta mönnum á þing, en síðasta kjörtímabil voru þeir 56.
Labour HQ staff prepare of arrival of departing (?) leader Ed Miliband. Many glum faces. pic.twitter.com/iuOZsxSwnT
— Ashish Joshi (@ashishskynews) May 8, 2015