Sturgeon stefnir í lykilstöðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. maí 2015 10:00 Nicola Sturgeon tók við af Alex Salmond í haust sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Salmond sagði af sér eftir að helsta baráttumál flokksins, stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi, hafði verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. nordicphotos/AFP Fyrir hálfu ári felldu skoskir kjósendur tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði Skotlands. Úrslitin voru afgerandi, þótt meirihlutinn hafi reyndar ekki verið mjög stór: 55 prósent höfnuðu aðskilnaði við Breta, en þau 45 prósent sem vildu aðskilnað þurftu að láta í minni pokann. Aðskilnaðurinn hafði áratugum saman verið helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins. Leiðtogi flokksins, Alex Salmond, lét það því verða sitt fyrsta verk að segja af sér eftir að úrslitin voru ljós. Flokkurinn hefur samt engan veginn lagt upp laupana. Honum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum, sem haldnar verða á fimmtudaginn kemur. Svo afgerandi sigri raunar að nánast allir þingmenn Skotlands á breska þinginu, 59 talsins, verða félagar í Skoska þjóðarflokknum standist þessar spár. Verkamannaflokknum og Frjálslynda flokknum er aðeins spáð einum fulltrúa hvorum, en breski Íhaldsflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann frá Skotlandi.Kemst í lykilstöðu Þetta þýðir líka að Nicola Sturgeon, arftaki Salmonds á leiðtogastól Skoska þjóðarflokksins, verður væntanlega í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Engar líkur virðast á því að Íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn nái hreinum meirihluta, og ekki er heldur að sjá að Frjálslyndir demókratar fái nægan þingstyrk til að tveggja flokka samsteypustjórn þeirra með hvort heldur sem er Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum geti náð þingmeirihluta. Þá kemur í fyrsta sinn til kasta minni flokka á borð við Skoska þjóðarflokkinn. Og ef marka má skoðanakannanirnar virðist varla öðrum flokkum til að dreifa.Gegn íhaldinu Sturgeon hefur sjálf tekið skýra afstöðu gegn Íhaldsflokknum: „Ég mun starfa með Verkamannaflokknum, með Leanne, með Natalie, þannig að í sameiningu getum við losnað við íhaldið,“ sagði hún á kosningafundi nýverið. Leanne er Leanne Wood, leiðtogi Plaid Cymru, sem er stærsti flokkurinn í Wales, en Natalie er Natalie Bennett, leiðtogi Græningjaflokksins í Bretlandi. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hins vegar tekið ákaflega dræmt í þetta tilboð. „Ég ætla ekki að gera neina samninga við Skoska þjóðarflokkinn,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali nýverið. Hann á hins vegar ekki margra kosta völ. Vilji hann mynda ríkisstjórn kemst hann varla fram hjá Nicolu Sturgeon.Hefur haldið vel á spilunum Sturgeon hefur tekist að halda vel á spilunum eftir tapið í haust, þegar aðskilnaði frá Bretlandi var hafnað. Flokknum er spáð nærri helmingi atkvæða, sem er nokkrum prósentum meira en þeir sem kusu með sjálfstæðinu. Sturgeon er vinsæl, skelegg og með því að taka afstöðu gegn Cameron hefur hún tryggt sér atkvæði frá fólki sem annars hefði kosið Verkamannaflokkinn. Um leið tekur hún reyndar þá áhættu að fæla frá flokknum kjósendur sem annars myndu halda sig við Íhaldsflokkinn. Sterk staða hennar myndi einnig styrkja mjög málstað Skota, sem í kosningabaráttunni síðasta haust fengu býsna afdráttarlaus loforð frá bresku stjórninni um að Skotland fengi meiri völd innan ríkjasambandsins ef sjálfstæði yrði hafnað. Lítið hefur orðið úr efndum þeirra loforða til þessa, og kannski á það sinn þátt í hinu sterka fylgi Skoska þjóðarflokksins nú. Sturgeon hefur sagt að Margaret Thatcher hafi verið helsti hvatinn að baki því að hún ákvað að leggja fyrir sig stjórnmál. En með öfugum formerkjum reyndar. „Ég hataði allt það sem hún stóð fyrir,“ sagði hún um Thatcher. Hún hefur einnig ýmsar áherslur sem eru frábrugðnar því sem stóru flokkarnir standa fyrir. Hún hefur meðal annars lagt mikla áherslu á umhverfismál og er sérstaklega áhugasöm um að Bretar hætti við að koma sér upp nýjum kjarnorkuvopnum. Þá hefur hún boðað samvinnu við smærri flokka á borð við Græningja og Plaid Cymru, sem þar með eiga nú í fyrsta sinn raunverulega möguleika á að koma baráttumálum sínum almennilega á dagskrá í breskum stjórnmálum.David Cameron Leiðtogi Íhaldsflokksins hefur síðan 2010 verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.Óvinsæl niðurskurðarstjórn Breska Íhaldsflokknum er spáð nokkru fylgistapi frá síðustu kosningum, enda hefur ríkisstjórnin skapað sér óvinsældir með sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðum á krepputímum. Flokknum er þó spáð 33 til 35 prósentum atkvæða og stefnir jafnvel í að verða heldur betur staddur en Verkamannaflokkurinn. Það dugar honum þó skammt, því slæm staða samstarfsflokksins þýðir að stjórnarmeirihlutinn með Frjálslynda flokknum á varla minnstu möguleika á því að lifa af þessar kosningar. David Cameron hefur samt dregið upp nokkur loforð, eins og nýjasta útspilið um að engar skattahækkanir verði á öllu næsta kjörtímabili fái hann að ráða.Ed Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins, hefur ekki tekist að afla fylgis, þrátt fyrir heilt kjörtímabil í stjórnarandstöðu.Hrun í Skotlandi, stöðnun á landsvísu Staða breska Verkamannaflokksins er það tæp að nánast er hægt að tala um hrun. Að minnsta kosti í Skotlandi, þar sem flokkurinn hefur til langs tíma borið höfuð og herðar yfir aðra flokka. Í þetta skiptið er honum ekki spáð nema örfáum þingmönnum frá Skotlandi, jafnvel engum. Leiðtoga flokksins, Ed Miliband, hefur engan veginn tekist að nota forystu sína í stjórnarandstöðu heilt kjörtímabil til þess að styrkja stöðu flokksins. Að vísu virðist hann ætla að bæta við sig nokkru fylgi á landsvísu, en gæti engu að síður orðið minni en Íhaldsflokkurinn, sem þó ætlar ekki heldur að ríða feitum hesti frá þessum kosningum. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins stendur illa að vígi eftir fimm ár í samsteypustjórn með Íhaldsflokknum.Fer illa út úr stjórnarsamstarfinu Frjálslynda flokknum er spáð fylgishruni eftir fimm ár í stjórn með Íhaldsflokki Davids Cameron. Flokkurinn hefur áratugum saman haft stöðu „þriðja flokksins“ í breskum stjórnmálum, og náð að komast í ríkisstjórn með annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum þegar hvorugur þeirra nær hreinum meirihluta. Fyrir fimm árum var hann í nokkurri uppsveiflu og hefur aldrei fengið minna en 17 prósent atkvæða en gæti farið alveg niður í tíu prósent í þetta skiptið. Nú síðustu dagana hefur Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, snúist gegn David Cameron og sakað hann um blekkingaleik vegna áforma um að skera enn frekar niður í velferðarmálum.Nigel Farage Leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins hefur eitthvað verið að missa flugið undanfarið.Fylgisaukningin skilar sér ekki Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu misserin. Nigel Farage hefur laðað til sín fylgi með afdráttarlausum málflutningi gegn Evrópusambandinu og gegn innflytjendum, sem hann slengir fram af nokkrum galgopaskap. Lengi vel leit út fyrir að hann gæti komist í lykilstöðu við stjórnarmyndun nú eftir kosningarnar, en þeir draumar virðast foknir út í veður og vind. Ræður þar mestu hið sérstaka kosningakerfi Bretlands, því þrettán prósenta fylgi virðist ekki ætla að skila flokknum nema einum þingmanni á breska þinginu. Sá þingmaður yrði væntanlega Farage sjálfur, sem einnig er þingmaður flokksins á Evrópuþinginu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Fyrir hálfu ári felldu skoskir kjósendur tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði Skotlands. Úrslitin voru afgerandi, þótt meirihlutinn hafi reyndar ekki verið mjög stór: 55 prósent höfnuðu aðskilnaði við Breta, en þau 45 prósent sem vildu aðskilnað þurftu að láta í minni pokann. Aðskilnaðurinn hafði áratugum saman verið helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins. Leiðtogi flokksins, Alex Salmond, lét það því verða sitt fyrsta verk að segja af sér eftir að úrslitin voru ljós. Flokkurinn hefur samt engan veginn lagt upp laupana. Honum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum, sem haldnar verða á fimmtudaginn kemur. Svo afgerandi sigri raunar að nánast allir þingmenn Skotlands á breska þinginu, 59 talsins, verða félagar í Skoska þjóðarflokknum standist þessar spár. Verkamannaflokknum og Frjálslynda flokknum er aðeins spáð einum fulltrúa hvorum, en breski Íhaldsflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann frá Skotlandi.Kemst í lykilstöðu Þetta þýðir líka að Nicola Sturgeon, arftaki Salmonds á leiðtogastól Skoska þjóðarflokksins, verður væntanlega í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Engar líkur virðast á því að Íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn nái hreinum meirihluta, og ekki er heldur að sjá að Frjálslyndir demókratar fái nægan þingstyrk til að tveggja flokka samsteypustjórn þeirra með hvort heldur sem er Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum geti náð þingmeirihluta. Þá kemur í fyrsta sinn til kasta minni flokka á borð við Skoska þjóðarflokkinn. Og ef marka má skoðanakannanirnar virðist varla öðrum flokkum til að dreifa.Gegn íhaldinu Sturgeon hefur sjálf tekið skýra afstöðu gegn Íhaldsflokknum: „Ég mun starfa með Verkamannaflokknum, með Leanne, með Natalie, þannig að í sameiningu getum við losnað við íhaldið,“ sagði hún á kosningafundi nýverið. Leanne er Leanne Wood, leiðtogi Plaid Cymru, sem er stærsti flokkurinn í Wales, en Natalie er Natalie Bennett, leiðtogi Græningjaflokksins í Bretlandi. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hins vegar tekið ákaflega dræmt í þetta tilboð. „Ég ætla ekki að gera neina samninga við Skoska þjóðarflokkinn,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali nýverið. Hann á hins vegar ekki margra kosta völ. Vilji hann mynda ríkisstjórn kemst hann varla fram hjá Nicolu Sturgeon.Hefur haldið vel á spilunum Sturgeon hefur tekist að halda vel á spilunum eftir tapið í haust, þegar aðskilnaði frá Bretlandi var hafnað. Flokknum er spáð nærri helmingi atkvæða, sem er nokkrum prósentum meira en þeir sem kusu með sjálfstæðinu. Sturgeon er vinsæl, skelegg og með því að taka afstöðu gegn Cameron hefur hún tryggt sér atkvæði frá fólki sem annars hefði kosið Verkamannaflokkinn. Um leið tekur hún reyndar þá áhættu að fæla frá flokknum kjósendur sem annars myndu halda sig við Íhaldsflokkinn. Sterk staða hennar myndi einnig styrkja mjög málstað Skota, sem í kosningabaráttunni síðasta haust fengu býsna afdráttarlaus loforð frá bresku stjórninni um að Skotland fengi meiri völd innan ríkjasambandsins ef sjálfstæði yrði hafnað. Lítið hefur orðið úr efndum þeirra loforða til þessa, og kannski á það sinn þátt í hinu sterka fylgi Skoska þjóðarflokksins nú. Sturgeon hefur sagt að Margaret Thatcher hafi verið helsti hvatinn að baki því að hún ákvað að leggja fyrir sig stjórnmál. En með öfugum formerkjum reyndar. „Ég hataði allt það sem hún stóð fyrir,“ sagði hún um Thatcher. Hún hefur einnig ýmsar áherslur sem eru frábrugðnar því sem stóru flokkarnir standa fyrir. Hún hefur meðal annars lagt mikla áherslu á umhverfismál og er sérstaklega áhugasöm um að Bretar hætti við að koma sér upp nýjum kjarnorkuvopnum. Þá hefur hún boðað samvinnu við smærri flokka á borð við Græningja og Plaid Cymru, sem þar með eiga nú í fyrsta sinn raunverulega möguleika á að koma baráttumálum sínum almennilega á dagskrá í breskum stjórnmálum.David Cameron Leiðtogi Íhaldsflokksins hefur síðan 2010 verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.Óvinsæl niðurskurðarstjórn Breska Íhaldsflokknum er spáð nokkru fylgistapi frá síðustu kosningum, enda hefur ríkisstjórnin skapað sér óvinsældir með sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðum á krepputímum. Flokknum er þó spáð 33 til 35 prósentum atkvæða og stefnir jafnvel í að verða heldur betur staddur en Verkamannaflokkurinn. Það dugar honum þó skammt, því slæm staða samstarfsflokksins þýðir að stjórnarmeirihlutinn með Frjálslynda flokknum á varla minnstu möguleika á því að lifa af þessar kosningar. David Cameron hefur samt dregið upp nokkur loforð, eins og nýjasta útspilið um að engar skattahækkanir verði á öllu næsta kjörtímabili fái hann að ráða.Ed Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins, hefur ekki tekist að afla fylgis, þrátt fyrir heilt kjörtímabil í stjórnarandstöðu.Hrun í Skotlandi, stöðnun á landsvísu Staða breska Verkamannaflokksins er það tæp að nánast er hægt að tala um hrun. Að minnsta kosti í Skotlandi, þar sem flokkurinn hefur til langs tíma borið höfuð og herðar yfir aðra flokka. Í þetta skiptið er honum ekki spáð nema örfáum þingmönnum frá Skotlandi, jafnvel engum. Leiðtoga flokksins, Ed Miliband, hefur engan veginn tekist að nota forystu sína í stjórnarandstöðu heilt kjörtímabil til þess að styrkja stöðu flokksins. Að vísu virðist hann ætla að bæta við sig nokkru fylgi á landsvísu, en gæti engu að síður orðið minni en Íhaldsflokkurinn, sem þó ætlar ekki heldur að ríða feitum hesti frá þessum kosningum. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins stendur illa að vígi eftir fimm ár í samsteypustjórn með Íhaldsflokknum.Fer illa út úr stjórnarsamstarfinu Frjálslynda flokknum er spáð fylgishruni eftir fimm ár í stjórn með Íhaldsflokki Davids Cameron. Flokkurinn hefur áratugum saman haft stöðu „þriðja flokksins“ í breskum stjórnmálum, og náð að komast í ríkisstjórn með annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum þegar hvorugur þeirra nær hreinum meirihluta. Fyrir fimm árum var hann í nokkurri uppsveiflu og hefur aldrei fengið minna en 17 prósent atkvæða en gæti farið alveg niður í tíu prósent í þetta skiptið. Nú síðustu dagana hefur Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, snúist gegn David Cameron og sakað hann um blekkingaleik vegna áforma um að skera enn frekar niður í velferðarmálum.Nigel Farage Leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins hefur eitthvað verið að missa flugið undanfarið.Fylgisaukningin skilar sér ekki Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu misserin. Nigel Farage hefur laðað til sín fylgi með afdráttarlausum málflutningi gegn Evrópusambandinu og gegn innflytjendum, sem hann slengir fram af nokkrum galgopaskap. Lengi vel leit út fyrir að hann gæti komist í lykilstöðu við stjórnarmyndun nú eftir kosningarnar, en þeir draumar virðast foknir út í veður og vind. Ræður þar mestu hið sérstaka kosningakerfi Bretlands, því þrettán prósenta fylgi virðist ekki ætla að skila flokknum nema einum þingmanni á breska þinginu. Sá þingmaður yrði væntanlega Farage sjálfur, sem einnig er þingmaður flokksins á Evrópuþinginu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira