Bresku þingkosningarnar: Íhaldsflokkurinn stærstur samkvæmt útgönguspám Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2015 20:49 Nicola Sturgeon, Ed MIliband, David Cameron og Nick Clegg. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015 Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015
Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00