Bresku þingkosningarnar: Íhaldsflokkurinn stærstur samkvæmt útgönguspám Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2015 20:49 Nicola Sturgeon, Ed MIliband, David Cameron og Nick Clegg. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015 Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015
Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00