Segja Kim Davis enn brjóta lög Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2015 15:54 Kim Davis í erjum við tvo samkynhneigða menn. Vísir/AFP Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild. Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild.
Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57
Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08
Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50
Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57