Erlent

Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Davis mætti til vinnu í morgun ásamt syni sínum. Þar ræddi hún við blaðamenn.
Kim Davis mætti til vinnu í morgun ásamt syni sínum. Þar ræddi hún við blaðamenn. Vísir/AFP
Sýsluritarinn Kim Davis er nú snúin aftur til starfa eftir að hafa setið í fangelsi í fimm daga. Hún var dæmd í fangelsi eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Undirmenn hennar hafa veitt leyfin á meðan hún sat inni og hún segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu leyfanna.

Hún segir þó einnig að hún muni ekki setja nafn sitt á leyfin og segir þau vera ógild.

Starfsmenn hennar í Rowan sýslu í Kentucky fengu þá skipun frá dómaranum sem sendi Davis í fangelsi að annað hvort myndu þau veita leyfin, eða fylgja henni. Davis ræddi við blaðamenn í dag og sagði tilmæli dómarans hafa neytt sig til „að óhlýðnast guði“.

Samkvæmt AP fréttaveitunni var tveimur konum veitt giftingarleyfi í morgun. Starfsmaður Davis, Brian Mason, afgreiddi þær Shannon Wampler og Carmen Collins, en á meðan hann gerði það kölluðu stuðningsmenn Davis á hann.

Einn mótmælendanna veifaði biblíu og kallaði: „Ekki láta Kim hafa setið inni í fimm daga til einskis.“

Davis sjálf varð að nokkurs konar hetju íhaldssamra kristinna eftir að hún hætti að veita giftingarleyfi eftir úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um lögleiðingu hjónabands samkynja aðila. Mótmælendur frá báðum fylkingum, forsetaframbjóðendur og fjölmiðlar frá öllum hornum landsins hafa fylgst með máli hennar.

Yfirlýsingu Davis má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að gefa sig

Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×