Segja Kim Davis enn brjóta lög Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2015 15:54 Kim Davis í erjum við tvo samkynhneigða menn. Vísir/AFP Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild. Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Kim Davis, sýsluritari Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, er sögð brjóta lög með því að breyta giftingarleyfum til samkynja para. Hún hafði verið fangelsuð í fimm daga fyrir að hafa neitað að veita giftingarleyfi en var sleppt með því skilyrði að hún myndi ekki skipta sér af veitingu leyfanna. Hins vegar gerði hún breytingar á leyfunum eftir að hún sneri aftur til vinnu á þann veg að nafn hennar og Rowan sýslu kæmi ekki fram á þeim. Lögmenn para sem hafa höfðað mál gegn henni segja það vera ólöglegt og brot á tilskipun dómarans þegar henni var sleppt úr haldi. Lögmennirnir hafa farið fram á að skrifstofa verði sektuð og leyfunum breytt til fyrra horfs. Þeir segja þessa breytingu hafa valdið lagalegri óvissu varðandi hjónabönd skjólstæðinga sinna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir lögmaður Davis hins vegar að sú krafa sýni fram á að lögmennirnir og pörin vilji ekki eingöngu fá giftingarleyfin. Þau „vilji höfuðleður hennar til að hengja upp á vegg“.Telur leyfin ekki gild í augum guðs Sjálf hefur Davis gefið út að hún telji leyfin vera ólögleg. Í viðtali við Good Morning America í morgun sagði hún einnig að leyfin væru „ekki gild í augum guðs“. Hún var margsinnis að tárum komin og sagðist hafa fengið haturspóst. Í þeim hefði hún verið kölluð Hitler og hommahatari. Hún segist ekki vera hræsnari, þrátt fyrir að hún hafi gift sig fjórum sinnum. Hún sagði einnig að hún hefði ekki ávallt verið góð manneskja en að henni hefði verið fyrirgefið, að vald guðs bæri yfir annarskonar vald og að hún myndi ekki segja af sér. „Ég er góð í mínu starfi. Ég á vini sem eru hommar og lesbíur. Þau vita hvar ég stend og við erum ekki sammála um þetta mál. Það er í lagi þar sem við berum virðingu fyrir hvoru öðru.“ Enn hefur ekki reynt á lögmæti breyttu leyfanna fyrir dómstólum. Ríkisstjóri Kentucky hefur gefið út að ríkið muni líta á leyfin sem gild.
Tengdar fréttir Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57 Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08 Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50 Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30 Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Lögmenn Kim Davis telja að hún muni ekki skipta um skoðun þó hún þurfi að dúsa í fangelsi. 4. september 2015 07:57
Ætlar ekki að gefa sig Kim Davis, sem situr nú í fangelsi, eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi, segir samvisku sína vera hreina. 5. september 2015 16:08
Segir veitt giftingarleyfi vera ólögleg Sýrsluritarinn Kim Davis segist ekki ætla að koma í veg fyrir veitingu giftingarleyfa fyrir samkynja pör í umdæmi sínu, enda séu þó ógild. 14. september 2015 18:50
Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Kim Davis segir ákvörðun sína um að veita ekki samkynja pörum giftingarleyfi spurningu um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis. 2. september 2015 14:30
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57