Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 14:30 Hjónabönd aðila af sama kyni voru gerð lögleg í Bandaríkjunum af Hæstarétti landsins í júní. Vísir/AFP Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“ Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“
Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57