Erlent

Ætlar ekki að gefa sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst þrjú pör hafa fengið giftingarleyfi eftir að Kim Davis var sett í fangelsi.
Minnst þrjú pör hafa fengið giftingarleyfi eftir að Kim Davis var sett í fangelsi. Vísir/AFP
Embættismaðurinn Kim Davis situr nú í fangelsi eftir að hafa neitað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún segir samvisku sína vera hreina og að hún ætli ekki að gefa eftir. Minnst þrjú pör hafa nú fengið leyfi, í Rowan sýslu í Kentucky, eftir að Davis var sett í fangelsi á fimmtudaginn, en lögmenn hennar segja þau vera ógild.

Hún hitti lögfræðinga sína í gær og sagðist aldrei ætla að brjóta gegn samvisku sinni eða svíkja sinn guð. Lögfræðingarnir segja að eina leiðin til að hún myndi gefa sig væri að breyta lögum Kentucky á þann veg að giftingarleyfi yrðu ekki veitt af skrifstofu hennar.

„Hún ætlar ekki að segja af sér, hún ætlar ekki að fórna samvisku sinni. Þess í stað ætlar hún að gera það sama og Martin Luther King Jr. skrifaði um í bréfi sínu frá fangelsinu í Birmingham. Hún ætlar að takast á við afleiðingar ákvörðunar sinnar,“ sagði einn lögmanna hennar.

Dómarinn David Bunning segir að Davis verði ekki sleppt úr haldi fyrr en hún samþykkir að framfylgja skipun sinni um að veita giftingarleyfi til allra sem um þau biðja. Allir starfsmenn Davis ákváðu að hlýða dómaranum, nema sonur hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×