Enski boltinn

Arftaki Schneiderlin fundinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clasie var fyrirliði hjá Feyenoord.
Clasie var fyrirliði hjá Feyenoord. vísir/getty
Ronald Koeman er búinn að finna arftaka Morgans Schneiderlin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Southampton.

Sá heitir Jordy Claise og er hollenskur landsliðsmaður. Clasie, sem er 24 ára, kemur frá Feyenoord í heimalandinu en hann skrifaði undir fimm ára samning við Dýrlingana.

„Þetta er stórt félag í, að mér finnst, stærstu og mikilvægustu deild í heimi,“ sagði Clasie sem hefur leikið 11 landsleiki fyrir Holland og var í hollenska liðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2014.

Eins og áður sagði er Clasie ætlað að fylla skarð Schneiderlins á miðju Southampton en Frakkinn var seldur til Manchester United fyrir nokkrum dögum.

Hjá Southampton hittir Clasie fyrir Ronald Koeman en hann lék einnig undir hans stjórn hjá Feyenoord.

Clasie er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Southampton í sumar, á eftir Juanmi, Cuco Martina, Cedric Soares og Maarten Stekelenburg.


Tengdar fréttir

Southampton bætir í leikmannahópinn

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur gengið frá kaupunum á Cédric Soares, portúgölskum varnarmanni, frá Sporting Lissabon.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.