Enski boltinn

Southampton bætir í leikmannahópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Soares í einum af fjórum landsleikjum sínum fyrir Portúgal.
Soares í einum af fjórum landsleikjum sínum fyrir Portúgal. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur gengið frá kaupunum á Cédric Soares, portúgölskum varnarmanni, frá Sporting Lissabon.

Soares skrifaði undir fjögurra ára samning við Southampton en talið er að félagið hafi greitt tæpar fimm milljónir punda fyrir leikmanninn.

Hinn 23 ára gamli Soares, sem er fæddur í Þýskalandi, er annar leikmaðurinn sem Southampton kaupir í sumar, á eftir spænska framherjanum Juamni.

Sjá einnig: Fyrstu sumarkaup Southampton klár.

Southampton endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vann sér þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.