Enski boltinn

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Hollands til Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stekelenburg er ætlað að fylla skarð Frasers Forster.
Stekelenburg er ætlað að fylla skarð Frasers Forster. vísir/getty
Maarten Stekelenburg, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Hollands, er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Southampton.

Stekelenburg kemur til Southampton á árslöngum lánssamningi frá B-deildarliði Fulham.

Stekelenburg er ætlað að fylla skarð Frasers Forster sem meiddist illa á hné í 2-0 sigri Dýrlinganna á Burnley í lok mars.

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, þekkir vel til Stekelenburgs en markvörðurinn lék undir hans stjórn hjá Ajax á árunum 2002-2005.

Stekelenburg lék á sínum tíma 54 landsleiki fyrir Holland en hann var m.a. í liðinu sem fór alla leið í úrslitaleikinn á HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×