Enski boltinn

Osvaldo loksins laus frá Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Osvaldo er þekktur vandræðagemsi.
Osvaldo er þekktur vandræðagemsi. vísir/getty
Southampton hefur rift samningi ítalska framherjans Dani Osvaldo.

Osvaldo gekk til liðs við Southampton í október 2013 en Dýrlingarnir borguðu Roma 15 milljónir punda fyrir hann. Osvaldo skrifaði undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið.

Osvaldo lék aðeins 14 deildarleiki með Southampton og skoraði þrjú mörk en félagið setti hann í bann fyrir að slást við José Fonte á æfingu í janúar 2014.

Osvaldo lék ekki einn einasta leik með Southampton eftir þetta atvik. Á þessu eina og hálfa ári var hann lánaður til Juventus, Internazionale og Boca Juniors. Hann lék m.a. með Inter gegn Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrra og skoraði í seinni leik liðanna á San Siro.

Talið er ítölsku liðin Bologna og Lazio hafi áhuga á Osvaldo sem hefur leikið 14 landsleiki fyrir Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×