Enski boltinn

United búið að ganga frá kaupum á Schneiderlin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Morgan Schneiderlin á bara eftir að skrifa undir samning.
Morgan Schneiderlin á bara eftir að skrifa undir samning. vísir/getty
Morgan Schneiderlin er nýjasti leikmaður Manchester United, en United og Southampton hafa komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Hann á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör.

Franski miðjumaðurinn gekkst undir læknisskoðun á Carrington, æfingasvæði Manchester United, í dag og flýgur með liðinu til Bandaríkjanna á morgun.

Frá þessu greinir Manchester Evening News nú undir kvöldið, en Schneiderlin er fjórði leikmaðurinn sem Louis van Gaal fær til sín í sumar.

Bastian Schweinsteiger, Memphis Depay og Matteo Darmian eru hinir leikmennirnir þrír sem fara með Manchester United til Bandaríkjanna í fyrramálið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.