Enski boltinn

Fyrstu sumarkaup Southampton klár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Juamni er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til Southampton í sumar.
Juamni er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til Southampton í sumar. vísir/getty
Southampton hefur fest kaup á spænska framherjanum Juanmi frá Málaga.

Juanmi skrifaði undir fjögurra ára samning við Southampton en hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Framherjinn, sem er 22 ára, skoraði átta mörk fyrir í 34 deildarleikjum fyrir Málaga á síðasta tímabili.

Juanmi hefur leikið einn A-landsleik fyrir Spán en hann varð í tvígang Evrópumeistari með U-19 ára liðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.