Erlent

Annar strokufanganna skotinn til bana

Samúel Karl Ólason skrifar
Richard Matt var skotinn í skóginum nærri fangelsinu sem hann strauk úr.
Richard Matt var skotinn í skóginum nærri fangelsinu sem hann strauk úr. Vísir/EPA/AFP
Strokufanginn Richard Matt var skotinn til bana í gærkvöldi af lögreglumanni í skóginum nærri fangelsinu sem hann strauk úr í New York í Bandaríkjunum. Fyrr um daginn hafði borist tilkynning um byssuskot á svæðinu og því voru lögreglumenn að leita þar. Hins strokufangans, David Sweat, er enn leitað en ekkert hefur sést til hans frá því hann strauk þann 6. júní.

Talsmaður lögreglunnar segir að Matt hafi ekki hlýtt skipunum lögreglumanna þegar hann var skotinn og var hann með haglabyssu í fórum sínum. Hann skaut þó ekki á lögreglumennina.

Fangarnir tveir struku frá hámarksöryggisfangelsi þann 6. júní. Báðir höfðu verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð.

Fleiri en þúsund lögreglumenn taka nú þátt í leitinni. Þeir notast við þyrlur og hunda og gert er ráð fyrir því að Sweat sé einnig á svæðinu við fangelsið. Það er skógi vaxið og þar eru fjölmargir veiðikofar. Matt stal byssunni úr einum slíkum og lögreglan telur sig vita að fangarnir hafi haldið til í öðrum veiðikofa um skeið.


Tengdar fréttir

Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×