Leita strokufanganna í tvö þúsund manna smábæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2015 18:02 Richard Matt og David Sweat. mynd/new york state police Talið er að mennirnir tveir sem flúðu úr öryggisfangelsi í New York fyrr í mánuðinum haldi nú til í smábænum Friendship í suðvesturhluta New York-ríkis. Lögreglan hefur ekki staðfest að sést hafi til þeirra Richards Matt og Davids Sweat í bænum en CNN segist hafa heimildir fyrir því að maður hafi séð þá við lestarteina nálægt bænum. Allar ábendingar sem þessar eru teknar alvarlega og er því víðtæk leit hafin á svæðinu. Sjá einnig: Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi Ef Matt og Sweat eru í raun í Friendship hafa þeir ferðast tæpa 500 kílómetra á þeim 16 dögum sem liðnir eru frá því þeir struku úr fangelsinu. Íbúar í Friendship, sem eru um 2000 talsins, hafa verið varaðir við því að nálgast nokkurn sem mætti halda að séu fangarnir tveir. Gary Baker, áttræður íbúi í bænum, segist afar óttasleginn vegna þess að mennirnir séu mögulega í bænum. „Ég held að þeir séu nokkuð vissir um að þeir hafi séð einhvern. Ég vona bara að þeir nái þeim,“ segir Baker. Mennirnir eru taldir mjög hættulegir og hafa hundrað þúsund dalir verið settir til höfuðs þeim. Þeir eru sagðir líklegir til að fremja ódæðisverk á ný en þeir sitja báðir inni fyrir morð. Joyce Mitchell, sem starfaði í fangelsinu þaðan sem mennirnir struku, er sökuð um að hafa hjálpað þeim að flýja. Hún bað mennina tvo um að ráða eiginmann hennar af dögum en hún starfaði sem saumakona í fangelsinu. Er talið að hún hafi liðsinnt mönnunum með því að smygla til þeirra verkfærum í fangelsið. Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Telja fangana vera komna til Vermont „Ég er sannfærður um að við munum finna þá. Það er bara spurning um hvenær.“ 11. júní 2015 07:52 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. 8. júní 2015 08:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Talið er að mennirnir tveir sem flúðu úr öryggisfangelsi í New York fyrr í mánuðinum haldi nú til í smábænum Friendship í suðvesturhluta New York-ríkis. Lögreglan hefur ekki staðfest að sést hafi til þeirra Richards Matt og Davids Sweat í bænum en CNN segist hafa heimildir fyrir því að maður hafi séð þá við lestarteina nálægt bænum. Allar ábendingar sem þessar eru teknar alvarlega og er því víðtæk leit hafin á svæðinu. Sjá einnig: Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi Ef Matt og Sweat eru í raun í Friendship hafa þeir ferðast tæpa 500 kílómetra á þeim 16 dögum sem liðnir eru frá því þeir struku úr fangelsinu. Íbúar í Friendship, sem eru um 2000 talsins, hafa verið varaðir við því að nálgast nokkurn sem mætti halda að séu fangarnir tveir. Gary Baker, áttræður íbúi í bænum, segist afar óttasleginn vegna þess að mennirnir séu mögulega í bænum. „Ég held að þeir séu nokkuð vissir um að þeir hafi séð einhvern. Ég vona bara að þeir nái þeim,“ segir Baker. Mennirnir eru taldir mjög hættulegir og hafa hundrað þúsund dalir verið settir til höfuðs þeim. Þeir eru sagðir líklegir til að fremja ódæðisverk á ný en þeir sitja báðir inni fyrir morð. Joyce Mitchell, sem starfaði í fangelsinu þaðan sem mennirnir struku, er sökuð um að hafa hjálpað þeim að flýja. Hún bað mennina tvo um að ráða eiginmann hennar af dögum en hún starfaði sem saumakona í fangelsinu. Er talið að hún hafi liðsinnt mönnunum með því að smygla til þeirra verkfærum í fangelsið.
Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Telja fangana vera komna til Vermont „Ég er sannfærður um að við munum finna þá. Það er bara spurning um hvenær.“ 11. júní 2015 07:52 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. 8. júní 2015 08:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08
Telja fangana vera komna til Vermont „Ég er sannfærður um að við munum finna þá. Það er bara spurning um hvenær.“ 11. júní 2015 07:52
Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00
Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. 8. júní 2015 08:30