Erlent

Leita strokufanganna í tvö þúsund manna smábæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Richard Matt og David Sweat.
Richard Matt og David Sweat. mynd/new york state police
Talið er að mennirnir tveir sem flúðu úr öryggisfangelsi í New York fyrr í mánuðinum haldi nú til í smábænum Friendship í suðvesturhluta New York-ríkis.

Lögreglan hefur ekki staðfest að sést hafi til þeirra Richards Matt og Davids Sweat í bænum en CNN segist hafa heimildir fyrir því að maður hafi séð þá við lestarteina nálægt bænum. Allar ábendingar sem þessar eru teknar alvarlega og er því víðtæk leit hafin á svæðinu.



Sjá einnig: Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi


Ef Matt og Sweat eru í raun í Friendship hafa þeir ferðast tæpa 500 kílómetra á þeim 16 dögum sem liðnir eru frá því þeir struku úr fangelsinu.

Íbúar í Friendship, sem eru um 2000 talsins, hafa verið varaðir við því að nálgast nokkurn sem mætti halda að séu fangarnir tveir. Gary Baker, áttræður íbúi í bænum, segist afar óttasleginn vegna þess að mennirnir séu mögulega í bænum.

„Ég held að þeir séu nokkuð vissir um að þeir hafi séð einhvern. Ég vona bara að þeir nái þeim,“ segir Baker.

Mennirnir eru taldir mjög hættulegir og hafa hundrað þúsund dalir verið settir til höfuðs þeim. Þeir eru sagðir líklegir til að fremja ódæðisverk á ný en þeir sitja báðir inni fyrir morð.

Joyce  Mitchell, sem starfaði í fangelsinu þaðan sem mennirnir struku, er sökuð um að hafa hjálpað þeim að flýja. Hún bað mennina tvo um að ráða eiginmann hennar af dögum en hún starfaði sem saumakona í fangelsinu. Er talið að hún hafi liðsinnt mönnunum með því að smygla til þeirra verkfærum í fangelsið.


Tengdar fréttir

Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×