Erlent

Hættir sem leiðtogi Verkamannaflokksins

Samúel Karl Ólason skrifar
Ed Milliband.
Ed Milliband. Vísir/EPA
Breskir fjölmiðlar segja nú frá því að Ed Milliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, muni segja af sér vegna slæmrar niðurstöðuflokksins í kosningunum í Bretlandi. Milliband mun segja starfsmönnum flokksins frá ákvörðun sinni en ekki liggur fyrir hvort hann muni halda ræðu um afsögn sína. Hann neitaði að svara spurningum blaðamanna fyrir utan skrifstofur flokksins.

Þá hefur skrifstofa forsætisráðherrans núverandi og líklega verðandi, sagt að David Cameron muni hitta Elísabetu drottningu klukkan hálf tólf. Fjölmiðlar búast við því að hann muni segja drottningunni að hann hafi nægan stuðning til að mynda ríkisstjórn til næstu fimm ára.

Greinendur ytra telja einnig að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda demókrata, muni segja af sér. Útlit er fyrir að flokkurinn muni einungis ná átta mönnum á þing, en síðasta kjörtímabil voru þeir 56.


Tengdar fréttir

Sturgeon stefnir í lykilstöðu

Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag.

Barist um náð drottningar í Bretlandi

David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld.

Bretar kjósa til þings

Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×