Níutíu þúsund Skotar krefjast endurkosninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2014 23:21 Það getur verið vandasamt verk að telja atkvæði. Vísir/AFP Rúmlega 86 þúsund Skotar hafa skrifað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði landsins verði endurtekin. Fjölmargar ábendingar hafa borist um að atkvæðagreiðslan á fimmtudag hafi ekki verið lögleg í ljósi margvíslegra brota á þarlendum kosningalögum. Undirskriftasöfnunin hefur nú staðið yfir í liðlega sólarhring og segja þeir sem að henni standa að mörgum spurningum sé ósvarað um framkvæmd kosninganna í liðinni viku. „Ótalmargir kosningaklækir sambandssinna hafa komið í ljós á síðustu dögum, meðal annars tvö tilvik þar sem atkvæði sem augljóslega voru merkt „Já“ voru flutt yfir í „Nei“-bunka, að ótöldum grunsamlegum brunabjölluhringingum“ segir í texta söfnunarinnar. „Við krefjumst endurkosninga þar sem hvert einasta atkvæði verður yfirfarið af viðurkenndum, alþjóðlegum og óháðum matsmönnum sem hafa engra hagsmuna að gæta í kosningunum.“ Athugulir netverjar gerðu athugasemdir við atkvæðagreiðsluna á föstudag eftir að myndband skaut upp kollinum á Youtube þar sem greinilega mátti sjá atkvæði sem kváðu á um sjálfstæði Skotlands á borði sem merkt var „Nei“ – það er, meðal atkvæða sambandssinna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lögreglan í Glasgow rannsakar nú tíu meint kosningasvik þar sem fólk er talið hafa kosið í annarra manna nafni áður en réttur aðili mætti á kjörstað. Skotar höfnuðu sjálfstæðis landsins í kosningunum á fimmtudag með 45 prósent atkvæða gegn 55. Tengdar fréttir Ýmist já eða nei hjá Skotunum í íslenska fótboltanum "Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“ segir Steven Lennon, framherja FH. 18. september 2014 13:54 Netverjar sakaðir um að dreifa myndum af öðrum mótmælum Þrátt fyrir að sex hafi verið handteknir í Glasgow segir lögreglan að dregin hafi verið upp óraunsæ mynd af umfangi mótmælanna í höfuðborginni í tenglsum við þjóðaratkvæðagreiðsluna á fimmtudag. 20. september 2014 18:39 Salmond segir Skota hafa verið blekkta Alex Salmond, fyrsti ráðherra Skotlands, sakar forystumenn þriggja meginflokka Bretlands um að blekkja kjósendur með síðbúnum loforðum skömmu fyrir kosningar. 21. september 2014 12:09 Bretland slapp með skrekkinn 45 prósent Skota greiddu atkvæði með fullu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær er 55 prósent vildu halda sambandinu við Bretland. 19. september 2014 19:48 Forsíður bresku blaðanna: Skotland segir nei The Scottish Daily Maily slær upp fyrirsögninni "Nýtt upphaf fyrir Skotland“ og The Herald segir að Skotland hafi markað spor í söguna. 19. september 2014 10:49 Alex Salmond hættir Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hyggst stíga til hliðar í nóvember. 19. september 2014 15:20 Rússar gagnrýna framkvæmd kosninganna í Skotlandi Eftirlitsmaður telur að talning atkvæða hafi farið fram í of stórum herbergjum og að verkferlum hafi verið ábótavant. 19. september 2014 15:05 Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja nei Skotar kjósa áframhaldandi ríkjasamband við Bretland. 19. september 2014 04:41 Niðurstaðan sem breska ríkisstjórnin vonaðist eftir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, á ekki von á því að samband Englendinga og Skota breytist mikið í kjölfar kosninganna. 20. september 2014 08:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Rúmlega 86 þúsund Skotar hafa skrifað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði landsins verði endurtekin. Fjölmargar ábendingar hafa borist um að atkvæðagreiðslan á fimmtudag hafi ekki verið lögleg í ljósi margvíslegra brota á þarlendum kosningalögum. Undirskriftasöfnunin hefur nú staðið yfir í liðlega sólarhring og segja þeir sem að henni standa að mörgum spurningum sé ósvarað um framkvæmd kosninganna í liðinni viku. „Ótalmargir kosningaklækir sambandssinna hafa komið í ljós á síðustu dögum, meðal annars tvö tilvik þar sem atkvæði sem augljóslega voru merkt „Já“ voru flutt yfir í „Nei“-bunka, að ótöldum grunsamlegum brunabjölluhringingum“ segir í texta söfnunarinnar. „Við krefjumst endurkosninga þar sem hvert einasta atkvæði verður yfirfarið af viðurkenndum, alþjóðlegum og óháðum matsmönnum sem hafa engra hagsmuna að gæta í kosningunum.“ Athugulir netverjar gerðu athugasemdir við atkvæðagreiðsluna á föstudag eftir að myndband skaut upp kollinum á Youtube þar sem greinilega mátti sjá atkvæði sem kváðu á um sjálfstæði Skotlands á borði sem merkt var „Nei“ – það er, meðal atkvæða sambandssinna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lögreglan í Glasgow rannsakar nú tíu meint kosningasvik þar sem fólk er talið hafa kosið í annarra manna nafni áður en réttur aðili mætti á kjörstað. Skotar höfnuðu sjálfstæðis landsins í kosningunum á fimmtudag með 45 prósent atkvæða gegn 55.
Tengdar fréttir Ýmist já eða nei hjá Skotunum í íslenska fótboltanum "Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“ segir Steven Lennon, framherja FH. 18. september 2014 13:54 Netverjar sakaðir um að dreifa myndum af öðrum mótmælum Þrátt fyrir að sex hafi verið handteknir í Glasgow segir lögreglan að dregin hafi verið upp óraunsæ mynd af umfangi mótmælanna í höfuðborginni í tenglsum við þjóðaratkvæðagreiðsluna á fimmtudag. 20. september 2014 18:39 Salmond segir Skota hafa verið blekkta Alex Salmond, fyrsti ráðherra Skotlands, sakar forystumenn þriggja meginflokka Bretlands um að blekkja kjósendur með síðbúnum loforðum skömmu fyrir kosningar. 21. september 2014 12:09 Bretland slapp með skrekkinn 45 prósent Skota greiddu atkvæði með fullu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær er 55 prósent vildu halda sambandinu við Bretland. 19. september 2014 19:48 Forsíður bresku blaðanna: Skotland segir nei The Scottish Daily Maily slær upp fyrirsögninni "Nýtt upphaf fyrir Skotland“ og The Herald segir að Skotland hafi markað spor í söguna. 19. september 2014 10:49 Alex Salmond hættir Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hyggst stíga til hliðar í nóvember. 19. september 2014 15:20 Rússar gagnrýna framkvæmd kosninganna í Skotlandi Eftirlitsmaður telur að talning atkvæða hafi farið fram í of stórum herbergjum og að verkferlum hafi verið ábótavant. 19. september 2014 15:05 Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja nei Skotar kjósa áframhaldandi ríkjasamband við Bretland. 19. september 2014 04:41 Niðurstaðan sem breska ríkisstjórnin vonaðist eftir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, á ekki von á því að samband Englendinga og Skota breytist mikið í kjölfar kosninganna. 20. september 2014 08:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Ýmist já eða nei hjá Skotunum í íslenska fótboltanum "Ef við sigrum KR þá held ég pottþétt kosningapartý!“ segir Steven Lennon, framherja FH. 18. september 2014 13:54
Netverjar sakaðir um að dreifa myndum af öðrum mótmælum Þrátt fyrir að sex hafi verið handteknir í Glasgow segir lögreglan að dregin hafi verið upp óraunsæ mynd af umfangi mótmælanna í höfuðborginni í tenglsum við þjóðaratkvæðagreiðsluna á fimmtudag. 20. september 2014 18:39
Salmond segir Skota hafa verið blekkta Alex Salmond, fyrsti ráðherra Skotlands, sakar forystumenn þriggja meginflokka Bretlands um að blekkja kjósendur með síðbúnum loforðum skömmu fyrir kosningar. 21. september 2014 12:09
Bretland slapp með skrekkinn 45 prósent Skota greiddu atkvæði með fullu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær er 55 prósent vildu halda sambandinu við Bretland. 19. september 2014 19:48
Forsíður bresku blaðanna: Skotland segir nei The Scottish Daily Maily slær upp fyrirsögninni "Nýtt upphaf fyrir Skotland“ og The Herald segir að Skotland hafi markað spor í söguna. 19. september 2014 10:49
Alex Salmond hættir Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hyggst stíga til hliðar í nóvember. 19. september 2014 15:20
Rússar gagnrýna framkvæmd kosninganna í Skotlandi Eftirlitsmaður telur að talning atkvæða hafi farið fram í of stórum herbergjum og að verkferlum hafi verið ábótavant. 19. september 2014 15:05
Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja nei Skotar kjósa áframhaldandi ríkjasamband við Bretland. 19. september 2014 04:41
Niðurstaðan sem breska ríkisstjórnin vonaðist eftir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, á ekki von á því að samband Englendinga og Skota breytist mikið í kjölfar kosninganna. 20. september 2014 08:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“