Erlent

Rússar gagnrýna framkvæmd kosninganna í Skotlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Vladimir Putin, Rússlandsforseta, höfðu vonast eftir sjálfstæðu Skotlandi.
Stuðningsmenn Vladimir Putin, Rússlandsforseta, höfðu vonast eftir sjálfstæðu Skotlandi.
Rússneskur eftirlitsmaður, Igor Borisov, sem fylgdist með kosningunum í Skotlandi gagnrýnir framkvæmd þeirra. Borisov telur að talning atkvæða hafi farið fram í of stórum herbergjum og að verkferlum hafi verið ábótavant. Frá þessu er greint í The Guardian.

Leiða má líkum að því að Rússar séu að reyna að svara ítrekaðri gagnrýni Vesturlanda á rússneskar kosningar í gegnum árin.

Stuðningsmenn Vladimir Putin, Rússlandsforseta, höfðu vonast eftir sjálfstæðu Skotlandi en urðu ekki að ósk sinni. Töldu þeir að sjálfstætt Skotland gæti réttlætt innlimun austurhéraða Úkraínu í Rússland, og kosningar sem voru haldnar þar að lútandi, í mars sl. Vesturlönd gagnrýndu framkvæmd og skipulagningu þeirra kosninga harðlega og voru niðurstöðurnar sagðar með öllu ómarktækar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×