Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja nei Tryggvi Ólafsson skrifar 19. september 2014 04:41 Sambandssinnar fagna úrslitum kosninganna í Glasgow í nótt. vísir/ap Sambandssinnar báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Skotlands frá Stóra-Bretlandi og því ljóst að 307 ára ríkjasamband Skotlands og Englands heldur velli. Eftir talningu atkvæða í öllum kjördæmunum 32 hlutu sambandssinnar rúm 55% atkvæða. Sjálfstæðissinnar unnu sigur í fjórum kjördæmum, þar á meðal í stærstu borginni Glasgow, þar sem Já-hreyfingin fékk rúm 57% atkvæða. Sambandssinnar náðu meirihluta í öðrum kjördæmum og unnu stórsigur í höfuðborginni Edinborg. Metþátttaka var í kosningunum. Á kjörskrá voru rúmar fjórar milljónir manna og var kjörsókn um 84%. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar Skotlands, 16 ára og eldri. Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, notaði Twitter til að þakka Glasgow veittan stuðning:Well done to Glasgow, our commonwealth city, and to the people of Scotland for such a incredible support — Alex Salmond (@AlexSalmond) September 19, 2014David Cameron hélt ávarp eftir að úrslit kosninganna voru ljós.vísir/apSambandssinnar höfðu mikla forystu í könnunum allt fram að lokasprettinum þegar heldur dró saman með fylkingunum og sýndu nokkrar kannanir á tímabili fram á nauman sigur sjálfstæðissinna. Báðar hópar ráku öfluga kosningabaráttu allt fram á síðustu stundu en óvissa um ýmis efnahagsmál, ekki síst gjaldmiðilsmál, eru talin hafa átt ríkan þátt í sigri Nei-sinna. Í ávarpi eftir að úrslitin voru ljós sagði David Cameron að Skotar þyrftu nú að slíðra sverðin og horfa saman fram á veginn.We have heard the voice of Scotland and now the millions of voices of England must also be heard. #IndyRef — David Cameron (@David_Cameron) September 19, 2014Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og Björn Sigurðsson tökumaður eru staddir í Skotlandi og tóku kjósendur tali á kjördag og kynntust báðum hliðum á þessu mikla hitamáli. Sundurliðuð úrslit kosninganna í Skotlandi má finna hér.#IndyRef Tweets Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sambandssinnar báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað Skotlands frá Stóra-Bretlandi og því ljóst að 307 ára ríkjasamband Skotlands og Englands heldur velli. Eftir talningu atkvæða í öllum kjördæmunum 32 hlutu sambandssinnar rúm 55% atkvæða. Sjálfstæðissinnar unnu sigur í fjórum kjördæmum, þar á meðal í stærstu borginni Glasgow, þar sem Já-hreyfingin fékk rúm 57% atkvæða. Sambandssinnar náðu meirihluta í öðrum kjördæmum og unnu stórsigur í höfuðborginni Edinborg. Metþátttaka var í kosningunum. Á kjörskrá voru rúmar fjórar milljónir manna og var kjörsókn um 84%. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar Skotlands, 16 ára og eldri. Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, notaði Twitter til að þakka Glasgow veittan stuðning:Well done to Glasgow, our commonwealth city, and to the people of Scotland for such a incredible support — Alex Salmond (@AlexSalmond) September 19, 2014David Cameron hélt ávarp eftir að úrslit kosninganna voru ljós.vísir/apSambandssinnar höfðu mikla forystu í könnunum allt fram að lokasprettinum þegar heldur dró saman með fylkingunum og sýndu nokkrar kannanir á tímabili fram á nauman sigur sjálfstæðissinna. Báðar hópar ráku öfluga kosningabaráttu allt fram á síðustu stundu en óvissa um ýmis efnahagsmál, ekki síst gjaldmiðilsmál, eru talin hafa átt ríkan þátt í sigri Nei-sinna. Í ávarpi eftir að úrslitin voru ljós sagði David Cameron að Skotar þyrftu nú að slíðra sverðin og horfa saman fram á veginn.We have heard the voice of Scotland and now the millions of voices of England must also be heard. #IndyRef — David Cameron (@David_Cameron) September 19, 2014Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og Björn Sigurðsson tökumaður eru staddir í Skotlandi og tóku kjósendur tali á kjördag og kynntust báðum hliðum á þessu mikla hitamáli. Sundurliðuð úrslit kosninganna í Skotlandi má finna hér.#IndyRef Tweets
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira