Erlent

Netverjar sakaðir um að dreifa myndum af öðrum mótmælum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan þurfti að stilla til friðar í Glasgow.
Lögreglan þurfti að stilla til friðar í Glasgow. Vísir(AFP
Sex voru handteknir eftir að óeirðir brutust út milli sjálfstæðis- og sambandssinna í Glasgow, höfuðborg Skotalands, aðfaranótt föstudags eftir að úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði landsins lágu fyrir.

Mannfjöldi safnaðist saman á Georgstorginu þar sem lögreglan þurfti að skilja að andstæðar fylkingar í kjölfar töluverðar stympinga þeirra á milli. Meðan leikar stóðu sem hæst reyndu fylkingarnar að yfirgnæfa söng hver annarrar, þar sem sjálfstæðissinnar sungu þjóðsöng Skotlands, Flower of Scotland, sem svarað var með bresku þjóðlögunum Rule Brittannia, Ten German Bombers og God Save the Queen.

Þrátt fyrir að fleiri hundruð hafi verið saman komin á torginu þegar mest var voru einungis sex manns þar um klukkan eitt eftir miðnætti, ef marka má talsmann lögreglunnar í Glasgow.

Gaf hann lítið fyrir myndir á samfélagsmiðlum sem virtust sýna harkalega átök langt fram undir morgun í borginni. Talsmaðurinn sagði að óprúttnir netverjar hefðu dreift myndum af óeirðunum í Lundúnum árið 2011 og sagt þær vera frá kosningakvöldinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis sýndu myndbönd frá kvöldinu sambandssinna veitast að ungri konu þar sem hún lá með skoska fánann á götu í miðborg Glasgow. Þá er sjálfsstæðisinnum gert að sök að hafa kveikt í ruslagámi nálægt höfuðstöðvum fjölmiðilsins The Herald.

Meirihluti Skota hafnaði sjálfstæði í kosningunum á fimmtudag.


Tengdar fréttir

Skotar ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða.

Spennuþrunginn dagur

Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins.

Spennan eykst í Skotlandi

Báðar fylkingar í Skotlandi gera nú úrslitatilraun til þess að sannfæra kjósendur um að greiða atkvæði annað hvort með eða á móti spurningunni um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki. Kjörstaðir opna á morgun og kannanir gefa til kynna að hnífjafnt sé á munum þótt örlítið halli á sjálfstæðissina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×