Enski boltinn

Monk: Ég mun heilsa Mourinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Swansea hefur byrjað tímabilið vel undir stjórn Garys Monk.
Swansea hefur byrjað tímabilið vel undir stjórn Garys Monk. Vísir/AFP
Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, segist ætla að taka í höndina á kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, þegar liðin mætast á Stamford Bridge á morgun.

Mourinho tók ekki í höndina á Monk eftir 1-0 sigur Chelsea á Liberty vellinum í Wales í apríl.

Chico Flores, þáverandi varnarmaður Swansea, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á tveimur mínútum, en Monk sagði að Flores hefði einungis fengið spjöldin vegna þrýstings frá varamannabekk Chelsea.

„Ég mun alltaf heilsa kollegum mínum, hvernig sem leikurinn fer. Þannig ætti það alltaf að vera,“ sagði Monk sem tók við Swansea af Dananum Michael Laudrup um mitt síðasta tímabil.

„Ég er pottþétt ekki sá eini sem Mourinho hefur ekki heilsað eftir leiki, svo þetta er ekkert stórmál. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, hann er frábær þjálfari sem nýtur mikillar virðingar innan fótboltaheimsins.“

Monk var fyrr í dag útnefndur knattspyrnustjóri ágúst-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en Swansea náði í níu stig af níu mögulegum í ágúst. Velska liðið situr í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, sæti fyrir neðan topplið Chelsea sem er með betri markatölu.

Monk gerir ráð fyrir erfiðum leik á morgun:

„Chelsea er með gæðaleikmenn í öllum stöðum og liðið býr yfir mun fleiri styrkleikum en veikleikum. Að mínu mati eru þeir líklegastir til að vinna titilinn í ár. Þetta verður góður prófsteinn á okkar lið.“

Leikurinn á morgun hefst klukkan 14:00 og verður sýndur í beinni útsendingu Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Tuttugu ára Ástrali elti Gylfa til Swansea

Ginacarlo Gallifuoco, 20 ára ástralskur miðjumaður, hefur gert eins árs samning velska liðið Swansea City og mun því spila með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Frábært að skora sigurmarkið

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea á Old Trafford um helgina gegn liðinu sem hann studdi í barnæsku.

Gylfi lagði upp sigurmark Swansea

Swansea er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að liðið lagði nýliða Burnley 1-0 á heimavelli.

Monk: Þess vegna keyptum við Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi "sitt“ félag þegar hann skoraði sigurmarkið og lagði upp hitt í 2-1 sigri Swansea á Manchester United á Old Trafford.

Swansea fær liðsstyrk

Federico Fernández er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Swansea City.

Keown: Kaupin á Gylfa þau bestu í sumar

Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins hefur hrifist af spilamennsku Gylfa Þórs Sigurðssonar í upphafi tímabilsins.

Messan: Minni pressa á Gylfa næstu vikurnar

Strákarnir í Messunni litu á mark Gylfa Þórs Siguðrssonar gegn Manchester United um helgina ásamt því að ræða áframhaldið hjá okkar manni með Swansea og íslenska landsliðinu.

De Guzman til Napoli

Rafa Benitez, þjálfari Napoli, hefur fengið Jonathan de Guzman til liðsins.

Monk: Unnum fyrir sigrinum

Gary Monk knattspyrnstjóri Swansea var að vonum ánægður með 1-0 sigurinn á Burnley á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sjáðu frábært mark Routledge

Swansea er komið í 2-0 gegn lánlausum WBA-mönnum, en þar var að verki Wayne Routledge með frábærri afgreiðslu.

Costa valinn leikmaður mánaðarins

Diego Costa, framherji Chelsea og spænska landsliðsins, var í dag valinn leikmaður mánaðarins í ágústmánuði í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór Sigurðsson var einnig tilnefndur.

Gylfi frábær í sigri Swansea

Gylfi Sigurðsson átti þátt í tveimur mörkum Swansea þegar liðið sigraði WBA, 3-0. Gylfi átti skínandi leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×