Enski boltinn

Gylfi Þór hleypur langmest í Swansea-liðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann á móti Burnley.
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann á móti Burnley. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar endurkomu sína til Swansea í ensku úrvalsdeildinni frábærlega, en hann hefur komið að öllum þremur mörkum liðsins í fyrstu tveimur umferðunum.

Hafnfirðingurinn lagði upp eitt og skoraði sigurmarkið í fyrstu umferðinni gegn Manchester United, og lagði svo upp sigurmark Swansea gegn nýliðum Burnley um helgina.

Gylfi Þór er samt sem áður enginn lúxus leikmaður sem skokkar rólega um völlinn án bolta heldur leggur hann mikið á sig eins og hlaupatölurnar hans gefa til kynna.

Hann er búinn að hlaupa langmest í Swansea-liðinu í fyrstu tveimur leikjunum eða 26,1 kílómetra. Hann hljóp 13,1 km í sigrinum gegn Manchester United á Old Trafford og 12,9 km á móti Burnley á laugardaginn.

Næstu menn; Ki Sung-yueng Ángel Rangel, hlupu næstmest á móti Burnley eða 11,2 km.

Þrátt fyrir að hafa ekki átt jafngóðan leik á móti Burnley og lærisveinum Louis van Gaal skilaði Gylfi Þór sannkallaðri iðnaðarframmistöðu og auðvitað stoðsendingu í sigurmarkinu.

Ofan á hlaupatölurnar átti Gylfi Þór svo þrjú skot að marki á móti Burnley, bjó til tvö færi fyrir samherja sína og skilaði 90 prósent af sendingum sínum á samherja. Honum líður vel í Swansea-treyjunni.


Tengdar fréttir

Gylfi lagði upp sigurmark Swansea

Swansea er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að liðið lagði nýliða Burnley 1-0 á heimavelli.

Monk: Unnum fyrir sigrinum

Gary Monk knattspyrnstjóri Swansea var að vonum ánægður með 1-0 sigurinn á Burnley á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×