Gylfi: Hélt áður með United en þarf nú að sækja stig á Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 22:45 Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar, en Hafnfirðingurinn skoraði eitt og lagði upp annað í 2-1 sigri velska liðsins á Manchester United. Hann var í símaviðtali við Messuna í kvöld á Stöð 2 Sport 2, þar sem hann viðurkenndi fúslega að menn fögnuðu þessum flotta sigri innilega. „Það var mjög góð stemning í klefanum eftir leikinn og fyrstu tvo dagana voru menn sáttir. En þegar líður á vikuna fara menn að einbeita sér að næsta leik,“ sagði Gylfi Þór.Hjörvar Hafliðason spurði Gylfa hvort liðsmenn Swansea hafi verið meðvitaðir um litla reynslu sumra leikmanna United. „Auðvitað. Það voru margir ungir leikmenn að byrja sinn fyrsta leik á Old Trafford. Við gáfum okkur það, að þeir myndu finna fyrir mikilli pressu. Við nýttum okkur það og sóttum mikið upp kantana,“ sagði Gylfi sem er nú búinn að vinna félagið sem hann studdi sem krakki þrisvar sinnum í röð á Old Trafford. „Ég hélt með þeim þegar ég var yngri, en nú þarf maður að sækja þrjá punkta í hvert skipti sem maður fer þangað,“ sagði hann. Landsliðsmaðurinn leikur nú undir stjórn GarrysMonks, en síðast þegar hann lék með Swansea var Brendan Rodgers, núverandi stjóri Liverpool, við stjórnvölinn. „Þeir líkjast hvor öðrum, en eru allt ólíkir þjálfarar. Monk er hafsent og hugsar því vel og mikið um varnarleikinn. Brendan leggur mikla áherslu á hvernig liðin vinna varnarlega en hugsaði meira um sóknarboltann.“ Aðspurður hvers vegna hann valdi sér treyju númer 23 sagði Gylfi svo: „Tuttugu og tvö var ekki laust. Mér bauðst að taka níuna, en mig langaði ekkert í hana þannig ég tók bara 23. Auðvitað hafa frægir menn eins og Jordan og Beckham notað númer 23. Ég held þú viljir að ég segi þetta,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.Auk þess að sýna alla leikina í ensku úrvalsdeildinni er Messan með Gumma Ben og Hjörvari Hafliða nú á dagskrá þrisvar sinnum í viku á Stöð 2 Sport 2. Á fimmtudögum eru helstu fréttapunktar vikunnar ræddir. Fáðu þér áskrift hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Hjörvar: Balotelli er enginn Cantona Koma Ítalans skapbráða til Liverpool mun ekki hafa sömu áhrif og Brendan Rodgers heldur. 21. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar, en Hafnfirðingurinn skoraði eitt og lagði upp annað í 2-1 sigri velska liðsins á Manchester United. Hann var í símaviðtali við Messuna í kvöld á Stöð 2 Sport 2, þar sem hann viðurkenndi fúslega að menn fögnuðu þessum flotta sigri innilega. „Það var mjög góð stemning í klefanum eftir leikinn og fyrstu tvo dagana voru menn sáttir. En þegar líður á vikuna fara menn að einbeita sér að næsta leik,“ sagði Gylfi Þór.Hjörvar Hafliðason spurði Gylfa hvort liðsmenn Swansea hafi verið meðvitaðir um litla reynslu sumra leikmanna United. „Auðvitað. Það voru margir ungir leikmenn að byrja sinn fyrsta leik á Old Trafford. Við gáfum okkur það, að þeir myndu finna fyrir mikilli pressu. Við nýttum okkur það og sóttum mikið upp kantana,“ sagði Gylfi sem er nú búinn að vinna félagið sem hann studdi sem krakki þrisvar sinnum í röð á Old Trafford. „Ég hélt með þeim þegar ég var yngri, en nú þarf maður að sækja þrjá punkta í hvert skipti sem maður fer þangað,“ sagði hann. Landsliðsmaðurinn leikur nú undir stjórn GarrysMonks, en síðast þegar hann lék með Swansea var Brendan Rodgers, núverandi stjóri Liverpool, við stjórnvölinn. „Þeir líkjast hvor öðrum, en eru allt ólíkir þjálfarar. Monk er hafsent og hugsar því vel og mikið um varnarleikinn. Brendan leggur mikla áherslu á hvernig liðin vinna varnarlega en hugsaði meira um sóknarboltann.“ Aðspurður hvers vegna hann valdi sér treyju númer 23 sagði Gylfi svo: „Tuttugu og tvö var ekki laust. Mér bauðst að taka níuna, en mig langaði ekkert í hana þannig ég tók bara 23. Auðvitað hafa frægir menn eins og Jordan og Beckham notað númer 23. Ég held þú viljir að ég segi þetta,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.Auk þess að sýna alla leikina í ensku úrvalsdeildinni er Messan með Gumma Ben og Hjörvari Hafliða nú á dagskrá þrisvar sinnum í viku á Stöð 2 Sport 2. Á fimmtudögum eru helstu fréttapunktar vikunnar ræddir. Fáðu þér áskrift hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hjörvar: Balotelli er enginn Cantona Koma Ítalans skapbráða til Liverpool mun ekki hafa sömu áhrif og Brendan Rodgers heldur. 21. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Hjörvar: Balotelli er enginn Cantona Koma Ítalans skapbráða til Liverpool mun ekki hafa sömu áhrif og Brendan Rodgers heldur. 21. ágúst 2014 22:00