Enski boltinn

Manchester United borgar 59,7 milljónir punda fyrir Di Maria

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel Di Maria.
Angel Di Maria. Vísir/Getty
Manchester United gekk í kvöld á kaupunum á argentínska kantmanninum Angel Di Maria en United setur nýtt breskt met með því að borga 59,7 milljónir punda fyrir hann. Þetta kemur fram á enskum fréttamiðlum í kvöld.

59,7 milljónir punda gera tæplega 11,6 milljarða í íslenskum krónum en Di Maria fór í gegnum læknisskoðun í kvöld.

Angel Di Maria kemur frá Real Madrid þar sem hann hefur spilað við góðan orðstír undanfarin fjögur ár en hann kom til Real frá Benfica árið 2010.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, lagði mikla áherslu á að fá Di Maria til liðsins en Manchester United þarf að borga háa upphæð til að fá sinn mann.  

Manchester United borgar eins og áður sagði metupphæð fyrir Di María, en hæsta verð sem enskt lið hefur borgað fyrir leikmann var 50 milljónir punda sem Chelsea  borgaði Liverpool fyrir Fernando Torres fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir

Di Maria vill losna frá Real Madrid

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, staðfesti í dag að Angel Di Maria hafi óskað eftir því að verða seldur frá félaginu. Di Maria hefur verið orðaður við Manchester United og PSG í sumar.

Marca: Manchester United undirbýr tilboð í Di María

Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að United muni gera 56 milljóna punda boð í argentínska kantmanninn Angel Di María á næstu dögum en hann hefur óskað eftir sölu frá Real Madrid.

Ancelotti: Di Maria fer en ekki Khedira

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid staðfesti við fjölmiðla að Angel di Maria sé á leið frá félaginu en hann sagði jafnframt að Þjóðverjinn Sami Khedira fari hvergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×