Enski boltinn

Di María í læknisskoðun hjá United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María er á leið á Old Trafford.
Ángel di María er á leið á Old Trafford. vísir/getty
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að argentínski leikmaðurinn Ángel di María gangi í raðir Manchester United frá Evrópumeisturum Real Madrid.

Breskir miðlar greina frá því í morgun að Argentínumaðurinn ferðist til Manchester í dag og gangist þar undir læknisskoðun áður en hann semur við félagið á morgun.

Di María kvaddi liðsfélaga sína og þjálfara hjá Real Madrid í gær og þá þakkaði XabiAlonso honum fyrir vel unnin störf á Twitter.

Breskum miðlum kemur ekki saman um kaupverðið, en það verður á milli 60 og 70 milljóna punda. Hæst upphæðin sem nefnd hefur verið er 75 milljónir punda, en það er aðeins fimm milljónum minna en Real Madrid keypti CristianoRonaldo á fyrir fimm árum.

Það er þó alveg augljóst að Manchester United mun borga metupphæð fyrir Di María, en hæsta verð sem enskt lið hefur borgað fyrir leikmann eru 50 milljónir punda. Það borgaði Chelsea fyrir FernandoTorres fyrir þremur árum.

United hefur einu sinni áður sett nýtt félagaskiptamet, en það var árið 2002 þegar félagið keypti Rio Ferdinand frá Leeds fyrir 29,1 milljón punda, samkvæmt frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×