Enski boltinn

Swansea semur við Bafétimbi Gomis

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bafétimbi Gomis er mættur í ensku úrvalsdeildina.
Bafétimbi Gomis er mættur í ensku úrvalsdeildina. Vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea gkk í dag frá fjögurra ára samning við franska framherjann Bafétimbi Gomis. Hann kemur til liðsins á frjálsi sölu frá Lyon.

Gomis hefur eytt vikunni í Swansea og gekkst hann undir læknisskoðun hjá félaginu fyrr í vikunni. Hann skrifaði svo undir samninginn nú undir kvöldið.

Swansea vildi frá Gomis til sín síðasta sumar en samningaviðræður um kaupverð við Lyon gengu ekki upp. Í staðinn keypti félagið Fílabeinsstrendinginn WilfriedBony, markahæsta leikmann hollensku úrvalsdeildarinnar.

Bony sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði 16 mörk í 36 deildarleikjum. Hvort Swansea reikni með að fá myndarlegt tilboð í hann seinna í sumar eða hugsi Gomis og Bony sem framherjapar á eftir að koma í ljós.

Bafétimbi Gomis kostaði Lyon 13 milljónir evra árið 2009 en hann hafði áður raðað inn mörkum með Saint-Étienne. Gomis skoraði 62 mörk í 172 deildarleikjum fyrir Lyon. Hann á tólf landsleiki og þrjú mörk að baki fyrir Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×