Enski boltinn

Vorm: Langaði að spila fyrir stórt félag eins og Tottenham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michel Vorm.
Michel Vorm. vísir/getty
Markvörðurinn Michel Vorm yfirgaf Swansea fyrr í sumar og skrifaði undir fjögurra ára samning við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Hjá Swansea var hann aðalmarkvörður liðsins, en nú má hann búast við mikilli bekkjarsetu þar sem franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er nokkuð öruggur með sitt sæti.

Vorm hefur aðeins spilað fyrir Utrecht og Swansea á sínum ferli, en hann langaði mikið að vita hvernig það væri að æfa og spila með stórliði eins og Tottenham.

„Bara það eitt að starfa hjá svona félagi,“ segir Vorm á heimasíðu Tottenham, aðspurður hvers hann hlakki mest til.

„Fyrir mér er allt nýtt. Hérna eru leikmenn sem hafa áður verið hjá stórliðinu og hlutirnir eru eflaust auðveldari fyrir þá. Ég hlakka rosalega til alls hérna; spila á White Hart Lane, æfa á þessu rosalega æfingasvæði og leikjanna gegn Arsenal og Chelsea.“

„Ein ástæða þess að ég skrifaði undir er líka sú að mig langaði að spila fyrir stórt félag eins og Tottenham,“ segir Michel Vorm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×