Enski boltinn

Félagaskipti Gylfa kláruð í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar halda því fram að Gylfi Þór Sigurðsson muni í dag ganga formlega í raðir Swansea eins og stefnt hefur í síðustu daga.

Gylfi fór úr æfingaferð Tottenham í Bandaríkjunum um helgina þegar ljóst varð að félögin hefðu komist að samkomulagi um kaupverð sem er sagt vera um tíu milljónir punda eða rétt tæpir tveir milljarðar króna.

Gylfi var á mála hjá Tottenham í tvö ár en lék þar áður sem lánsmaður hjá Swansea við góðan orðstír. Hann hefur einnig leikið með Reading og Hoffenheim á ferlinum.

Eins og Stöð 2 greindi frá í gær er Gylfi orðinn dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar en hann hefur verið seldur fyrir samtals fimm milljarða undanfarin ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×