Enski boltinn

Michu genginn til liðs við Napoli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Spænski framherjinn Michu.
Spænski framherjinn Michu. Vísir/Getty
Napoli og Swansea gengu frá samningi í dag þess efnis að Napoli fengi Spánverjann Michu á láni og mun hann því leika með ítalska félaginu í vetur.

Þetta staðfesti  forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, á Twitter-síðu sinni í dag. De Laurentiis staðfesti fyrr í vikunni að félagið væri í viðræðum við Swansea um að fá leikmanninn að láni.

Eftir að hafa slegið í gegn á fyrsta tímabili sínu með Swansea lenti Michu í meiðslavandræðum á síðasta tímabili og lék aðeins 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×