Níu ára bið Arsenal á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.Myndband með öllu því helsta sem gerðist í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Hull, sem hafði aldrei unnið enska bikarinn, fékk sannkallaða draumabyrjun, en eftir átta mínútna leik var staðan 2-0, Tígrunum í vil.James Chester kom Hull yfir á 3. mínútu þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Toms Huddlestone í netið framhjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Curtis Davies forystu Tígranna þegar setti boltann í markið eftir að Fabianski hafði varið skalla Alex Bruce í stöngina.Santi Cazorla minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 17. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 2-1, Hull í vil. Arsenal jafnaði leikinn á 71. mínútu þegar Laurent Koscielny skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Hull. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Arsenal-menn voru betri í framlengingunni. Oliver Giroud skallaði í slána á 95. mínútu og Aaron Ramsey átti svo skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Sá síðarnefndi tryggði Arsenal svo sigurinn á 109. mínútu með góðu skoti eftir snotra sendingu frá Giroud.Sone Aluko var svo grátlega nærri því að jafna leikinn undir lokin þegar skot hans fór rétt framhjá marki Arsenal. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Arsenal-menn fögnuðu langþráðum titli, þeim fyrsta í níu ár. Þungu fargi er því væntanlega létt af Arsene Wenger, þjálfara liðsins, til átján ára.Kieran Gibbs grípur í Aaron Ramsey sem skoraði sigurmark Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn Arsenal fagna sigurmarki Ramseys.Vísir/GettyLukas Podolski gerir sig líklegan til að sulla kampavíni yfir Arsene Wenger.Vísir/GettyWenger fær flugferð.Vísir/GettyBikarmeistarar Arsenal ásamt lukkudýri.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.Myndband með öllu því helsta sem gerðist í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Hull, sem hafði aldrei unnið enska bikarinn, fékk sannkallaða draumabyrjun, en eftir átta mínútna leik var staðan 2-0, Tígrunum í vil.James Chester kom Hull yfir á 3. mínútu þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Toms Huddlestone í netið framhjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Curtis Davies forystu Tígranna þegar setti boltann í markið eftir að Fabianski hafði varið skalla Alex Bruce í stöngina.Santi Cazorla minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 17. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 2-1, Hull í vil. Arsenal jafnaði leikinn á 71. mínútu þegar Laurent Koscielny skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Hull. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Arsenal-menn voru betri í framlengingunni. Oliver Giroud skallaði í slána á 95. mínútu og Aaron Ramsey átti svo skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Sá síðarnefndi tryggði Arsenal svo sigurinn á 109. mínútu með góðu skoti eftir snotra sendingu frá Giroud.Sone Aluko var svo grátlega nærri því að jafna leikinn undir lokin þegar skot hans fór rétt framhjá marki Arsenal. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Arsenal-menn fögnuðu langþráðum titli, þeim fyrsta í níu ár. Þungu fargi er því væntanlega létt af Arsene Wenger, þjálfara liðsins, til átján ára.Kieran Gibbs grípur í Aaron Ramsey sem skoraði sigurmark Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn Arsenal fagna sigurmarki Ramseys.Vísir/GettyLukas Podolski gerir sig líklegan til að sulla kampavíni yfir Arsene Wenger.Vísir/GettyWenger fær flugferð.Vísir/GettyBikarmeistarar Arsenal ásamt lukkudýri.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn