Fótbolti

James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodríguez fagnar sínu sjötta marki á HM í Brasilíu.
James Rodríguez fagnar sínu sjötta marki á HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark.

Mark James Rodríguez dugði þó ekki Kólumbíu sem er úr leik á HM eftir 1-2 tap í frábærum leik á móti Brasilíu í átta liða úrslitunum á HM í Brasilíu.

James Rodríguez skoraði í öllum fimm leikjum Kólumbíumanna í keppninni og er markahæsti maður mótsins með sex mörk eða tveimur mörkum meira en næsti maður.

Pelé er sá eini sem var yngri en hann þegar hann skoraði sitt sjötta mark á HM í Svíþjóð 1958 en Pelé var þá aðeins 17 ára gamall. James Rodríguez verður 23 ára 12. júlí næstkomandi.

Aðeins fimm aðrir leikmenn hafa náð að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í lokakeppni HM en það eru Brasilíumaðurinn Leonidas, Ungverjinn György Sárosi, Frakkinn Just Fontaine, Perúmaðurinn Teófilo Cubillas og Vestur-Þjóðverjinn Gerd Müller.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Lahm: Við spiluðum aftur eins og lið

Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var aftur kominn í sína venjulegu stöðu í hægri bakverði þegar Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM í fótbolta með 1-0 sigri á Frakklandi í Ríó í dag.

Þýska deildin með eins marks forskot á þá ensku

Þýska úrvalsdeildin í fótbolta er nú sú deild sem "á" flest mörk á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-0 sigur Þjóðverja á Frökkum í dag í fyrsta leik átta liða úrslitanna.

Hummels: Heppinn að vera á réttum stað

Mats Hummels, miðvörður Þýskaland, er þjóðhetja í dag eftir að hafa skallað þýska liðið inn í undanúrslitin á HM í fótbolta í Brasilíu.

Loksins kom mark í fyrri hálfleik á HM

Mats Hummels kom Þýskalandi í 1-0 á móti Frakklandi í leik liðanna í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu og knattspyrnuáhugamenn fengu þar með loksins mark í fyrri hálfleik.

Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár

Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×