Fótbolti

Hummels: Heppinn að vera á réttum stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mats Hummels fagnar hér lokaflautinu.
Mats Hummels fagnar hér lokaflautinu. Vísir/Getty
Mats Hummels, miðvörður Þýskaland, er þjóðhetja í dag eftir að hafa skallað þýska liðið inn í undanúrslitin á HM í fótbolta í Brasilíu.

Mats Hummels skoraði eina mark leiksins með skalla á 13. mínútu en hann er fyrsti varnarmaður keppninnar sem nær að skora tvö mörk á mótinu.

„Ég var heppinn að vera á réttum stað á réttum tíma," sagði Mats Hummels um sigurmarkið sitt en hann skoraði með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Toni Kroos.

„Við vorum að ég held að spila þann fótbolta í dag sem gefur okkur tækifæri á því að vinna HM. Það er ekki alltaf hægt að skora tveimur mörkum meira en mótherjinn á HM og við vörðumst vel í dag. Þetta var erfiður leikur en við náðum upp góðum spilakafla á köflum," sagði Hummels.

„Við urðum að berjast fyrir þessu á móti góðu frönsku liði og við vissum það fyrir því þeir eru með eitt af bestu liðunum. Þetta var allt annað en auðvelt en við gerðum vel og áttum skilið að komast áfram," sagði Hummels.

Sigurmark Mats Hummels.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Lahm: Við spiluðum aftur eins og lið

Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var aftur kominn í sína venjulegu stöðu í hægri bakverði þegar Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM í fótbolta með 1-0 sigri á Frakklandi í Ríó í dag.

Þýska deildin með eins marks forskot á þá ensku

Þýska úrvalsdeildin í fótbolta er nú sú deild sem "á" flest mörk á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-0 sigur Þjóðverja á Frökkum í dag í fyrsta leik átta liða úrslitanna.

Loksins kom mark í fyrri hálfleik á HM

Mats Hummels kom Þýskalandi í 1-0 á móti Frakklandi í leik liðanna í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu og knattspyrnuáhugamenn fengu þar með loksins mark í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×