Fótbolti

Lahm: Við spiluðum aftur eins og lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var heitt í Ríó í dag.
Það var heitt í Ríó í dag. Vísir/Getty
Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var aftur kominn í sína venjulegu stöðu í hægri bakverði þegar Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM í fótbolta með 1-0 sigri á Frakklandi í Ríó í dag.

Þýska liðið hefur ekki verið að spila vel í síðustu leikjum á HM en vann nokkuð sannfærandi sigur á Frökkum í dag þótt að sigurinn hafi ekki verið öruggur fyrr en við lokaflautið.

„Við spiluðum aftur eins og lið í dag. Þetta var heilt yfir góð frammistaða hjá okkur," sagði Philipp Lahm á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Þetta var ekki auðveldur leikur því það var rosalega heitt. Við vorum að reyna að setja pressu á þá hægra megin með mig og Thomas (Müller) í fararbroddi," sagði Lahm.

„Við áttum að skora annað mark en bæði liðinu voru að spila mjög taktískan leik. Það mun síðan fara eftir mótherjunum hvort ég spila í bakverðinum aftur eða inn á miðjunni," sagði Lahm.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Þýska deildin með eins marks forskot á þá ensku

Þýska úrvalsdeildin í fótbolta er nú sú deild sem "á" flest mörk á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-0 sigur Þjóðverja á Frökkum í dag í fyrsta leik átta liða úrslitanna.

Loksins kom mark í fyrri hálfleik á HM

Mats Hummels kom Þýskalandi í 1-0 á móti Frakklandi í leik liðanna í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu og knattspyrnuáhugamenn fengu þar með loksins mark í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×