Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:22 David Luiz fagnar marki sínu. Vísir/Getty Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22
Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10
James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01
Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12
Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30
Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33