Fótbolti

Loksins kom mark í fyrri hálfleik á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boltinn í marki Frakka eftir skalla Mats Hummels.
Boltinn í marki Frakka eftir skalla Mats Hummels. Vísir/Getty
Mats Hummels kom Þýskalandi í 1-0 á móti Frakklandi í leik liðanna í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Brasilíu og knattspyrnuáhugamenn fengu þar með loksins mark í fyrri hálfleik.

Fyrir leikinn var ekki búið að skora í fyrri hálfleik í síðustu sex leikjum og fimmtán síðustu mörkin á HM höfðu komið eftir hálfleik. Síðasta mark í fyrri hálfleik fyrir þetta mark skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez í sigrinum á Úrúgvæ en það var annar leikur sextán liða úrslitanna.

Hummels skoraði markið sitt með skalla á 12. mínútu eftir glæsilega aukaspyrnu frá Toni Kroos.

Samvinna Hummels og Toni Kroos var þarna að skila marki númer tvö í keppninni því Mats Hummels skoraði einnig eftir stoðsendingu frá Kroos í sigrinum á móti Portúgal.



Fimmtán mörk í röð í seinni hálfleik á HM í Brasilíu

- James Rodriguez, Kólumbíu á móti Úrúgvæ (28. mínúta)

1) James Rodriguez, Kólumbíu á móti Úrúgvæ (50. mínúta)

2) Giovani Dos Santos, Mexíkí á móti Hollandi (48. mínúta)

3) Wesley Sneijder Hollandi á móti Mexíkó (88. mínúta)

4) Klaas-Jan Huntelaar, Hollandi á móti Mexíkó (90.+4 mínúta)

5) Bryan Ruiz, Kosta Ríka á móti Grikklandi (52. mínúta)

6) Sokratis Papastathopoulos, Grikklandi á móti Kosta Ríka (90.+1 mínúta)

7) Paul Pogba, Frakklandi á móti Nígeríu (79. mínúta)

8) Sjálfsmark Joseph Yobo, Frakklandi á móti Nígeríu (90.+2 mínúta)

9) Andre Schürrle, Þýskalandi á móti Alsír (92. mínúta í framlengingu)

10) Mesut Özil, Þýskalandi á móti Alsír (120. mínúta í framlengingu)

11) Abdelmoumene Djabou, Alsír á móti Þýskalandi  (120.+1 mínúta í framlengingu)

12) Angel Di Maria, Argentínu á móti Sviss (118. mínúta í framlengingu)

13) Kevin De Bruyne, Belgíu á móti Bandaríkjunum (93. mínúta í framlengingu)

14) Romelu Lukaku, Belgíu á móti Bandaríkjunum (105. mínúta í framlengingu)

15) Julian Green, Bandaríkin á móti Belgíu (107. mínúta í framlengingu)

- Mats Hummels, Þýskalandi á móti Frakklandi (13. mínúta)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×