Fótbolti

Aron og félagar eru þeir prúðustu á HM í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Vísir/AP
Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu mæta Portúgal í kvöld í öðrum leik liðanna í G-riðli HM í fótbolta í Brasilíu.

Bandaríska landsliðið vann 2-1 sigur á Gana í fyrsta leik og tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sigri í þessum leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Lærisveinar Jürgen Klinsmann koma inn í leikinn sem prúðasta lið keppninnar til þessa samkvæmt frétt á BBC.

Bandaríska landsliðið fékk aðeins dæmdar á sig tólf aukaspyrnur í fyrsta leiknum og fékk ekki á sig eitt einasta spjald.

Það er aðeins eitt lið í keppninni sem er einnig spjaldalaust en Þjóðverjar hafa ekki fengið spjald í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Úrúgvæ er grófasta liðið til þessa en Úrúgvæmenn hafa fengið fjögur gul og eitt beint rautt spjald í fyrstu tveimur leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Fleiri horfðu á Aron en LeBron

Matthew Eliason, bandaríski framherji Þróttar var ánægður að sjá Aron Jóhannsson fá tækifærið þegar Jozy Altidore fór meiddur af velli gegn Gana.

Fólkið í Mobile söng nafn Arons á barnum

Það var ekki bara fagnað í Grafarvogi er Aron Jóhannsson spilaði á HM í gær. Fólk í fæðingarbæ hans í Bandaríkjunum fagnaði líka gríðarlega.

Howard hrósaði Aroni í hástert

Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.

Fjölskylda Arons á leið til Brasilíu

Ásgeir Jóhannsson átti erfitt með að hemja sig þegar bróðir hans, Aron, kom inn á sem varamaður snemma leiks í liði Bandaríkjanna gegn Gana á HM í Brasilíu í fyrrakvöld.

Aron stoltur af bandaríska liðinu

Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær.

Klinsmann ekki búinn að útiloka Altidore

Jürgen Klinsmann hefur ekkert gefið út um batahorfur Jozy Altidore en útilokar ekki að hann spili aftur með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×