Fótbolti

Aron stoltur af bandaríska liðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær.

„Ég er svo ótrúlega stoltur af liðinu okkar. Allir gerðu sitt afar vel. Frábær stuðningur stuðningsmanna,“ skrifaði Aron á Twitter-síðu sína eftir leikinn í gær.

Aron kom nokkuð óvænt inn á snemma leiks vegna meiðsla framherjans Jozy Altidore. Fyrrum Fjölnismaðurinn fékk reyndar úr litlu að moða þar sem bandaríska liðinu gekk illa að sækja en Aron komst vel frá sínu.

Hann hefur vakið talsverða athygli vestanhafs en til marks um það þá hefur hann meira en tvöfaldað fjölda „fylgjenda“ sinna á Twitter síðan HM hófst í síðustu viku og er nú með tæplega 87 þúsund fylgjendur. Það er því líklegt að Aron sé vinsælasti íslenski íþróttamaðurinn á TWitter.


Tengdar fréttir

Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana

Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu.

Campbell heillaði Aron

Joel Campbell, framherji Kosta Ríka, er sá leikmaður sem hefur heillað Aron Jóhansson, framherja bandaríska landsliðsins, hvað mest á HM til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×