Fótbolti

Frammistaða Arons gegn Gana greind í þaula | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Strákarnir í HM-Messunni litu á frammistöðu Arons Jóhannssonar í leik Bandaríkjanna og Gana á mánudaginn.

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sverrir Ingi Ingason voru ánægðir að sjá Aron fá tækifærið.

Aron byrjaði á varamannabekk bandaríska liðsins en kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks eftir að Jozy Altidore meiddist. Er talið líklegt að Aron muni byrja næsta leik en Altidore tognaði aftan í læri.

Aron varð fyrsti Íslendingurinn til að spila í lokakeppni heimsmeistaramótsins þegar hann kom inn á. Hann verður svo vonandi í eldlínunni með Bandaríkjunum gegn Portúgal á sunnudaginn.

Greiningu strákanna á frammistöðu Arons má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fjölskylda Arons á leið til Brasilíu

Ásgeir Jóhannsson átti erfitt með að hemja sig þegar bróðir hans, Aron, kom inn á sem varamaður snemma leiks í liði Bandaríkjanna gegn Gana á HM í Brasilíu í fyrrakvöld.

Klinsmann ekki búinn að útiloka Altidore

Jürgen Klinsmann hefur ekkert gefið út um batahorfur Jozy Altidore en útilokar ekki að hann spili aftur með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×