Fótbolti

Varaforsetinn heilsaði upp á Aron og félaga | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Biden sá sína menn í bandaríska landsliðinu vinna 2-1 sigur á Gana á HM í Brasilíu.

Biden er varaforseti Bandaríkjanna og brosti breitt þegar hann stillti sér upp í myndatöku með þeim Clint Dempsey og DaMarcus Beasley eins og sjá má hér fyrir neðan.

Skrifstofa Hvíta hússins birti svo meðfylgjandi myndband þar sem Biden sést spjalla við leikmenn liðsins í búningsklefanum eftir leik.

Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður snemma í leiknum vegna meiðsla Jozy Altidore.


Tengdar fréttir

Fólkið í Mobile söng nafn Arons á barnum

Það var ekki bara fagnað í Grafarvogi er Aron Jóhannsson spilaði á HM í gær. Fólk í fæðingarbæ hans í Bandaríkjunum fagnaði líka gríðarlega.

Howard hrósaði Aroni í hástert

Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.

Fjölskylda Arons á leið til Brasilíu

Ásgeir Jóhannsson átti erfitt með að hemja sig þegar bróðir hans, Aron, kom inn á sem varamaður snemma leiks í liði Bandaríkjanna gegn Gana á HM í Brasilíu í fyrrakvöld.

Aron stoltur af bandaríska liðinu

Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær.

Klinsmann ekki búinn að útiloka Altidore

Jürgen Klinsmann hefur ekkert gefið út um batahorfur Jozy Altidore en útilokar ekki að hann spili aftur með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×