Fótbolti

Howard hrósaði Aroni í hástert

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.

Aron kom inn á sem varmaður snemma í leiknum vegna meiðsla Jozy Altidore, sem virtist hafa tognað illa aftan í læri. Óvíst er með þátttöku hans á mótinu.

„Maður veltir fyrir sér hvað gerist nú eftir að Jozy meiddist, en Aron leysti hann mjög vel af hólmi,“ sagði Howard í samtali við bandaríska fjölmiðla eftir leikinn í gær.

„Þess vegna byggðum við upp lið og liðsheild. Mér fannst Aron standa sig frábærlega.“


Tengdar fréttir

Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana

Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu.

Campbell heillaði Aron

Joel Campbell, framherji Kosta Ríka, er sá leikmaður sem hefur heillað Aron Jóhansson, framherja bandaríska landsliðsins, hvað mest á HM til þessa.

Aron stoltur af bandaríska liðinu

Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×