Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Blint stefnu­mót heppnaðist vel

Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum

Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti  lýðinn.

Lífið
Fréttamynd

Halla T meðal sofandi risa

Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti.

Menning
Fréttamynd

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Menning
Fréttamynd

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­kaldir IceGuys jólatónleikar

Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði.

Lífið
Fréttamynd

„Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“

Gugga í Gúmmíbát braut odd af oflæti sínu og ákvað að kíkja á djammið í efri byggðum Kópavogs. Þar naut hún bjórdrykkju með strákunum yfir boltanum áður en hún fékk nóg og þaut niður í bæ. Þar var nóg um að vera og djammarar komnir í jólaskap.

Lífið
Fréttamynd

Sigurður Sæ­var fyllti Landsbankahúsið

Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins.

Menning
Fréttamynd

Brjálað að gera á „Brjálað að gera“

Jólastemningin náði nýjum hæðum í Ásmundarsal um helgina þegar Jólasýningin 2025, Brjálað að gera!, var opnuð við frábæra þátttöku gesta. Nafnið reyndist sannarlega lýsandi – frá fyrstu mínútu var líf og fjör í salnum og aðsóknin sló öll fyrri met. 

Menning
Fréttamynd

Stjörnum prýtt af­mæli Nínu

Ungstirnin Maron Birnir og Elvar létu sig ekki vanta í afmæli Nínu um helgina. Sportbarinn vinsæli fagnaði árs afmæli og fjöldi íslenskra stjarna komu saman, tóku skot og fögnuðu fram á nótt.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austur­bæ

Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum.

Lífið
Fréttamynd

Dauða kindin ó­heppi­leg byrjun á brúð­kaupi

Stemningin á Skólavörðustíg var gríðarlega góð þegar bleika ferðaskrifstofan Pink Iceland bauð í uppskeruhátíð og opnunarteiti nú á dögunum. Margt var um manninn og fjölmargir skáluðu fyrir skemmtilegum augnablikum.

Lífið
Fréttamynd

Út­geislun og glæsi­leiki í húðvörupartýi

Það var húsfyllir af glæsilegum konum í Swimslow studio í vikunni þegar íslenska húðvörumerkið Angan efndi til útgáfuteitis fyrir gesti og samstarfsaðila í tilefni af nýjustu viðbót vörulínunnar.

Lífið
Fréttamynd

Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði ís­lenskum konum

Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum.

Lífið
Fréttamynd

Menningarmýs komu saman í jólafíling

Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum

Það var líf og fjör í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag og margt um manninn þegar tískuverslunin Gina Tricot opnaði dyrnar á splunkunýrri verslun í stækkuðum Firðinum. Skvísur á öllum aldri lögðu leið sína á opnunina, skáluðu saman í freyðivín og gæddu sér á poppi. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stans­laust stuð í sokkapartýi ársins

Það var líf og fjör í árlegt sokkapartý Íslandsdeildar Amnesty International sem var haldið í versluninni Andrá Reykjavík á dögunum. Síðastliðin ár hafa sokkarnir notið vinsælda og eru þeir orðnir að reglubundinni fjáröflun samtakanna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Lifandi tón­list beint í æð allan ársins hring

Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum.

Tónlist