Ítalski boltinn

Fréttamynd

Pepe Reina leggur hanskana á hilluna

Pepe Reina, hinn 42 ára gamli markvörður, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tæplega þrjá áratugi sem atvinnumaður í fótbolta. Hann mun spila sinn síðasta leik með Como í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar næsta föstudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka

Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía Rán lokaði markinu í loka­leiknum

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Ítalíumeistara Juventus í lokaumferð deildarinnar. Sem besti markvörður deildarinnar var við hæfi að Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Vont tap hjá Alberti í Rómarborg

Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu Juventusmenn kláruðu sitt

Juventus vann sterkan 2-0 sigur er liði tók á móti Monza í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, þrátt fyrir að hafa þurft að leika allan seinni hálfleinn manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Há­kon nær Meistara­deildinni en Mikael á­fram í fallsæti

Hákon Arnar Haraldsson var í liði Lille sem vann 3-0 sigur gegn Auxerre í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag og komst þar með skrefi nær því að spila aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Félagi hans úr landsliðinu, Mikael Egill Ellertsson, varð hins vegar að sætta sig við svekkjandi jafntefli og er áfram í fallsæti á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mc­Tominay hetja Napoli

Skotinn Scott McTominay skoraði eina mark Napoli í 1-0 útisigri á Monza. Sigurinn heldur titilvonum lærisveina Antonio Conte á lífi. París Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Le Havre.

Fótbolti