Handbolti

Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikael Egill er fastamaður í byrjunarliði Genoa. 
Mikael Egill er fastamaður í byrjunarliði Genoa.  Alessandro Sabattini/Getty Images

Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Genoa í 3-2 tapi á útivelli gegn Lazio í 23. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Staðan var markalaus eftir hægan fyrri hálfleik en vítaspyrnur og VAR dómarinn voru í aðalhlutverki í seinni hálfleik.

Lazio tók tveggja marka forystu. Fyrra markið var skorað á 56. mínútu af Pedro, úr vítaspyrnu eftir ákvörðun VAR dómarans og Kenneth Taylor tvöfaldaði forystuna aðeins sex mínútum síðar.

Genoa var hins vegar snöggt að minnka muninn og jafna síðan leikinn. Fyrra markið var úr vítaspyrnu sem VAR dómarinn dæmdi. Ruslan Malinovskiy steig á punktinn og skoraði. Seinna markið skoraði Vitinha svo á 75. mínútunni.

Þá tóku við spennandi lokamínútur með stöðuna jafna en sigurmarkið kom ekki fyrr en hundrað mínútur voru komnar á klukkuna.

VAR dómarinn lét þá heyra í sér í þriðja sinn og Lazio fékk vítaspyrnu sem Danilo Cataldi skoraði úr til að tryggja sigurinn. Genoa-menn voru alls ekki sáttir við dóminn og létu vel í sér heyra. 

Fagnaðarlæti Lazio voru hins vegar ekki mikil því margir stuðningsmenn sniðgengu leikinn í mótmælaskyni.

Genoa situr áfram í 13. sæti deildarinnar, með 23 stig og sex stigum frá fallbaráttunni.

Mikael Egill er alla jafnan vængbakvörður en Daniele De Rossi hefur verið að stilla honum upp á miðjunni í síðustu leikjum og Mikael virðist vera að festa sig í sessi þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×